Það var skemmtileg sjón sem mætti fólki í Milwaukee BNA þegar um 150 manna hjópreið hjólaði um bæinn prúðbúnir sem jólasveinar, jólaálfar, snjómenn, hreindýr og jafnvel einn Jesús. Tilefnið var ekki bara að skemmta sér og öðrum heldur að safna fé og bæði tókst svona ljómandi vel eins og sjá má á myndunum.
Arna Sigríður Albertsdóttir í 21 km hlaupinu, en hún keppti í hjólastólaflokki og keppti á sérstöku handahjóli.
Keppni og verðlaunaafhendingu í Óshlíðarhlaupinu lauk í gærkvöldi. Hlaupið var við hinar bestu aðstæður, en þó nokkurn mótvind inn Skutulsfjörðinn. Að sögn mótshaldara fór keppnin vel fram og voru alls 103 keppendur skráðir til leiks, 26 í 21 km og 77 í 10 km. Fyrst til að ljúka keppni var Arna Sigríður Albertsdóttir í 21 km hlaupinu, en hún keppti í hjólastólaflokki og keppti á sérstöku handahjóli. Arna lauk keppni á tímanum 01:10:08.
„Passaðu þig á bílunum, elskan.“ Þessi sakleysislega setning er merki um umhyggju í garð einhvers sem ætlar að hætta sér út í umferðarkerfi borgarinnar án þess að vera í bíl. Götur eru álitnar hættulegar öllum þeim sem ekki eru akandi og má segja að þær séu það í raun á meðan sá hugsunarháttur er ríkjandi. Gangandi og hjólandi vegfarendum er gert að passa sig á bílunum en ekki er eins mikið brýnt fyrir ökumönnum að vera á varðbergi. Ökumaður getur keyrt beint yfir á grænu ljósi án þess að hafa miklar áhyggjur af lífi sínu. Hjólreiðamaður getur því miður ekki leyft sér þann munað eins og staðan er í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu í dag.
Berlín er meira en bara hjólabúð, hún selur í raun lífsstíl. „Við vildum kynna nýjan lífsmáta fyrir Íslendingum. Megin hugmyndin er að fólk einbeiti sér að áfangastaðnum frekar en hvernig þú komist þangað. Val þitt á fararmáta á ekki að hafa áhrif á klæðaval.“
„Við vildum sýna fólki að það má hjóla um borgina í tískuklæðnaði og eða hversdagsfatnaði. Spandex er óþarft.“
Þann 16. júni næstkomandi er fyrirhuguð hópreið fólks um Reykjavík þar sem allir hjóla um í sínu fínasta pússi og helst úr tweed efnum að erlendum sið. Fyrirhugað er að hjóla um miðbæ Reykjavíkur og enda í síðdegishressingu í breskum anda. Verðlaun verða veitt fyrir best klædda herran og dömuna sem og fyrir glæsilegasta fararskjótan. Herrar og dömur Reykjavíkur eru hvött til að fara í tweed jakkana og draktirnar eða annan álíka klassískan fatnað, mæta í hjólreiðaförina í sumar og ljá borginni fagurt og glæsilegt yfirbragð. Skráning og nánari upplýsingar eru á heimasíðunni og á Facebook.
Ég hef aldrei átt bíl og reyni að ferðast alltaf um á hjóli, það getur verið snúið en ég reyni að skipuleggja mig til hins ýtrasta,“ segir Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sem stendur að því verkefni borgarinnar að grípa til aðgerða til að fá fleiri konur til að hjóla í Reykjavík. Verkefnið ber yfirskriftina; Fröken Reykjavík á hjóli.
Umhverfisverkfræðingurinn Ólafur Árnason hjólar til og frá vinnu, sama hvernig viðrar. Hann sagði Hólmfríði Helgu Sigurðardóttur frá því hvað rekur hann áfram í því líferni: Að vera umhverfisvænn, stunda holla hreyfingu og spara. Hann notar bílinn bara þegar nauðsyn krefur og segir fyrirkomulagið hafa einfaldað líf fjölskyldunnar allrar. Hann segir Reykjavíkurborg standa sig vel í að halda stígakerfinu opnu og telur að hjólreiðar geti skipt verulegu máli í að draga úr mengun frá umferð í Reykjavík.
Page 2 of 9