Maður ársins gerir New York hjólavænni
Janette Sadik-Khan var valin maður ársins í New York af NY1. Hún stýrir samgöngumálum í borginni og þykir hafa náð miklum árangri með lykilbreytingum sem hafa jafnað aðbúnað gangandi, hjólandi og akandi til hins betra. Markmiðið er að bæta lífsgæðin í borginni og auka umferðaröryggi hvort sem fólk velur að ganga, hjóla eða aka. Til dæmis var komið fyrir 75 km af hjólareinum.