Kaffivélin í klúbbhúsi Fjallahjólaklúbbsins

101214frettabl-arnaldur.gylfasonKaffivélin í klúbbhúsi Fjallahjólaklúbbsins kom við sögu í þessu viðtali við Arnald Gylfason í Fréttablaðinu:

Viðtakandi fær að túlka myndina

Kaffivélin er orðin að ómissandi hlut í lífi Arnaldar Gylfasonar forritunarfræðings. Þegar fjölskyldan fer í ferðalög um landið fær vélin sitt pláss í skotti bílsins. Aðalmálið er að ná mjólkinni mátulega þykkri til að hægt sé að móta úr henni lögulegar myndir. Það er áskorun.

"Ég hef alltaf sótt mikið í gott kaffi alveg frá því ég var unglingur í sveit að Búrfelli í Miðfirði, fjórtán, fimmtán ára. Þar komst ég á bragðið," segir Arnaldur Gylfason forritunarfræðingur. "Kaffiáhugamálið komst þó skyndilega á alvarlegra stig fyrir um það bil tveimur árum, þegar ég sá heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu. Hún var frá Te og kaffi og þar var mynd af kaffivélum í skærum litum. Ég fór daginn eftir og keypti mér svoleiðis vél. Síðan hefur þetta undið upp á sig. Ég fór að stúdera kaffi á netinu og sá að ég var alger byrjandi í þeim fræðum."

Kaffivélin hans Arnaldar er skærblá og skreytir heimilið. Svo er hún eiginlega orðin að ómissandi hlut í lífi hans þannig að þegar fjölskyldan fer í ferðalög innanlands er alltaf skilið eftir pláss í skottinu fyrir vélina, að hans sögn.

Arnaldur hefur þróað kaffikarlinn í sér á síðustu misserum. Segir það hafa tekið sinn tíma að læra á vélina og prófa sig áfram. "Ég var heillengi að ná tökum á mjólkinni. Aðalmálið var að ná henni góðri. Núna get ég gert lauf og hjarta í bollann, það tók heillangan tíma að ná mjólkinni réttri fyrir það. Ég fékk einkanámskeið hjá Sonju í Kaffismiðjunni eitt kvöld til að stíga næstu skref."

Nú kveðst Arnaldur nota öll tækifæri til að bjóða fólki að njóta góðs af kunnáttu hans í kaffigerð. "Ég býð fólki í fjallahjólaklúbbnum upp á kaffi stundum, enda stóð ég fyrir því að keypt væri vél í húsnæði hans. Þar á ég til að standa og skreyta bollana fyrir hvern og einn. Sú vél er reyndar öflugri en mín og því þurfti annað lag við hana. En ég fór með hana upp í Te og kaffi og við lærðum saman á hana ég og kaffibarþjónninn og þá var það komið."

Arnaldur tekur fram að skreytingarnar séu áhugamál hjá sér og langt frá því jafn fullkomnar og hjá útlærðum kaffibarþjónum. "Við getum sagt að ég sé dálítið góður í að búa til nýjar myndir og oft leyfi ég þeim sem tekur við bollanum að túlka þær. Þar getur margt komið til greina."

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Fréttablaðið 13 des. 2010

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.