„Forsagan er sú að við keyptum okkur gjarnan árskort í líkamsrækt,“ segir Bergþór. „Svo rann það út í sandinn á svona þremur mánuðum. Við vorum voða duglegir fyrst en smátt og smátt hættum við að nenna að vakna. Við höfðum ekki næga staðfestu.“ Bergþór og Albert sáu að við svo búið mátti ekki standa og gripu til sinna ráða. „Einn góðan veðurdag stingur Albert upp á því að við förum bara að bera út blöð. Og það reyndist hin besta líkamsrækt, ekki síst vegna þess að ef blöðin eru ekki borin út logar heilt hverfi,“ segir Bergþór. „Þá er ekki um annað að ræða en að klára.“ Bergþór og Albert báru út blöð í sex ár. „Þá vorum við farnir að hjóla svo mikið að við fengum okkar líkamsrækt út úr því og hættum að bera út,“ segir Bergþór.
Síðan hafa þeir hjólað allra sinna ferða og bílinn nota þeir bara í langferðir. Þeir líta ekki á hjólreiðarnar sem sport heldur praktíska leið til að komast á milli staða. „Það kostar níu hundruð þúsund á ári að eiga og reka meðalbíl,“ segir Bergþór. „Það er nú ýmislegt hægt að gera fyrir þá peninga.“
Eru þeir ekki vel á sig komnir af öllu þessu hjóli? „Svakalega sætir og útiteknir,“ segir Albert. „Þú ættir bara að sjá okkur bera,“ skýtur Bergþór inn í og hlær. „En án gríns þá gerum við þetta nú ekki fyrir útlitið,“ segir Bergþór. „Heldur hreyfingu, úthald og þol.“
Á sumrin vinnur Albert á Fáskrúðsfirði, þar sem hann rekur safn um franska sjómenn á Íslandi, og hjólar alltaf til og frá vinnu, fimm kílómetra hvora leið. „Mér telst til að ég sé búinn að hjóla sjö hundruð kílómetra í ár, bara til og frá vinnu,“ segir hann. „Fyrir utan allt annað.“
Þeir segjast oft taka hjólin með sér í strætó aðra leiðina ef þeir þurfi að fara langt. „Það vita það ekki allir en hjólreiðamenn eru velkomnir í strætó,“ segir Bergþór. „Kannski ekki á mesta annatímanum þegar vagnarnir eru fullir, en á öllum öðrum tímum.“ „Já, og ef vindurinn er í fangið á leiðinni er mjög sniðugt að taka strætó á áfangastað,“ segir Albert, „og hafa svo blússandi meðvind á heimleiðinni.“
Praktísk leið til að komast á milli staða
- Details
- Fréttablaðið
Bergþór Pálsson og Albert Eiríksson fara allra sinna ferða á reiðhjólum. Í Fréttablaðinu 21/12 2010 birtist þetta viðtal við þá:
Bergþór Pálsson söngvari og sambýlismaður hans, Albert Eiríksson, nota reiðhjól allan ársins hring til að komast á milli staða.
Nýtt frá LHM
Skoðið þetta
Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.