http://www.youtube.com/watch?v=8kpGKE7oUUY
Í hjólreiðaheiminum, jafnt sem í öðrum hlutum samfélagsins eru ýmsir jaðarhópar. Sumir taka hluti mjög alvarlega. Hjá öðrum virðist bros á vör vera mjög mikilvægur þáttur. Mér var bent á myndband um svona hópi með bros á vör um daginn í gegnum Facebook-síðu, "One-street aliance". One street er einhverskonar fræða- og hjálparstofnun sem notar hjólreiðar sem sitt mikilvægasti tæki. Þau eru með skrifstofu í Bandaríkjunum, en hluti af starfseminni er meðal annars í fátækari löndum. Að þessu sinni var sem sagt bara um ábendingu um skemmtilegu efni að ræða, nánar tiltekið mynbandabút sem sýnir frá fjörinu tengt hjólreiðahópi í Austurríki, Rad Rowdies. Þau tengja saman hjólreiðar, bjórdrrykkju og sum einkenni sem við tengjum við vélhjólagengi. Ekki þar með sagt að LHM eða ég hvetjum til neins af þessu, nema hjólreiðarnar og þess að brosa.