Anna Lísa stundar einnig sjósund af miklum krafti og segist fíla það í tætlur. Það er ákveðinn þröskuldur hvað sjórinn er kaldur en um leið og maður yfirstígur hann og fer að synda er þetta magnað, segir hún.
- segir Anna Lísa Terrazas, starfsmaður í móttöku
Ég hef aldrei áður hjólað í vinnuna og þurfti meira að segja að fá lánað hjól,segir Anna Lísa sem tók þátt í átakinu Hjólað í vinnuna. Henni fannst ekkert erfitt að hjóla og var heppin með veður þá daga sem hún hjólaði. Mér fannst gott að njóta útiverunnar og það var yndislegt að heyra fuglasönginn og sjá kanínurnar hoppa um í hlíðinni á morgnana segir hún. Hún segir mesta álagið hafa verið að hjóla í umferðinni svo hún hafi haldið sig við að hjóla aðeins lengri leið en njóta þá náttúrunnar um leið.
Anna Lísa stundar einnig sjósund af miklum krafti og segist fíla það í tætlur. Það er ákveðinn þröskuldur hvað sjórinn er kaldur en um leið og maður yfirstígur hann og fer að synda er þetta magnað, segir hún.