Yndislegt að heyra fuglasöng á morgnana

- segir Anna Lísa Terrazas, starfsmaður í móttöku
Ég hef aldrei áður hjólað í vinnuna og þurfti meira að segja að fá lánað hjól,segir Anna Lísa sem tók þátt í átakinu Hjólað í vinnuna. Henni fannst ekkert erfitt að hjóla og var heppin með veður þá daga sem hún hjólaði. Mér fannst gott að njóta útiverunnar og það var yndislegt að heyra fuglasönginn og sjá kanínurnar hoppa um í hlíðinni á morgnana segir hún. Hún segir mesta álagið hafa verið að hjóla í umferðinni svo hún hafi haldið sig við að hjóla aðeins lengri leið en njóta þá náttúrunnar um leið.


Anna Lísa stundar einnig sjósund af miklum krafti og segist fíla það í tætlur. Það er ákveðinn þröskuldur hvað sjórinn er kaldur en um leið og maður yfirstígur hann og fer að synda er þetta magnað, segir hún.


efling0711a

Forsíðumynd og umfjöllun í fréttablaði Eflingar júlí 2011.
Lesið blaðið hér. http://pdfvef.oddi.is/eflingarblod/efling-juli-2011/


 

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.