Góða veðrið hopar í næstu viku

Hjólað upp LaugaveginnÞessi unga kona þurfti ekki að vera í kuldaúlpu þar sem hún hjólaði upp Laugaveginn á dögunum í hlýrri rigningunni. En næst þegar hún bregður sér á hjólafákinn gæti hún þurft loðhúfu og vettlinga, því nú lítur út fyrir að hlýindakaflinn sé á enda. Suðlægar áttir og milt veður verður á morgun, en síðan kólnar smám saman. Frá og með fimmtudegi má búast við norðlægri átt með ofankomu fyrir norðan og fremur köldu veðri.

Uppruni: Morgunblaðið 20. nóvember 2011