Hjólaborgin Kaupmannahöfn
Á áttunda áratugnum var Kaupmannahöfn jafn full af bílum og margar aðrar höfuðborgir en í dag er reiðhjólið helsti fararkosturinn. 37% þeirra sem hjóla til vinnu eða skóla í borginni velja reiðhjólið. Hvernig tókst borgaryfirvöldum að ná fram þessari breytingu? Hvernig ætla þau að ná hlutdeild reiðhjólsins upp í 50% og af hverju? Horfið á þennan fyrirlestur Andreas Røhl stjórnanda hjólreiðaáætlunar Kaupmannahafnar sem hann flutti á Velo-City Global 2010.