Safn skemmtilegra frétta og greina sem tengjast eflingu hjólreiða, hvataverkefnum og fl.

Flokkur: Efling

Bætt líf með betri samgöngumáta.

samgonguvika2010Yfirskrift evrópsku samgönguvikunnar 2010 sem er frá 16. til 22. september er ’Travel Smarter, Live Better’ mætti þýða "Bætt líf með betri samgöngumáta".

1044 borgir taka þátt þetta árið og þar á meðal Reykjavíkurborg. Dagskrá samgönguvikunnar hér er ekki komin enn en þangað til má lesa um markmið og tilgang vikunnar hér og hér er bæklingur um vikuna. Fyrir neðan er svo myndband frá sænska bænum sem fékk viðurkenningu á vikunni í fyrra.

Flokkur: Efling

Skemmtilegar hjólaleiðir í 5 evrópskum borgum

copenhagen-bikeÞað er ótrúlegt hversu mikið maður sér ef maður leigir sér reiðhjól í einn eða tvo daga. LHM hefur tekið saman nokkrar skemmtilegar leiðir en í Guardian má lesa lýsingar á skemmtilegum leiðum í fimm evrópskum borgum sem íslendingar heimsækja gjarnan.

Flokkur: Efling

Danir gróðursetja tré með hjólreiðum fyrir næsta loftslagsfund Sameinuðu þjóðanna

challenge16Danir hafa ýtt úr vör nýju loftslagsátaki - Challenge 16 - í tengslum við næsta fund Sameinuðu þjóðanna í loftslagsmálum sem haldinn verður í Mexíkó í árslok. Fyrir hverja 16 hjólreiðamenn sem skrá sig til leiks verður sett niður eitt tré og ættu Danir með góðri þátttöku
þjóðarinnar að vera komnir með álitlegan hjólaskóg í haust. Átakið hófst í gær og stendur til 16. nóvember. {jathumbnail off}

Flokkur: Efling

Svona á að hvetja til hjólreiða

Í þessu myndbandi er hjólaborgin Rotterdam kynnt í jákvæðu ljósi. Takið eftir að þarna er sleppt öllum hræðsluáróðri og prédikunum enda er slíkt síst til þess fallið að hvetja til hjólreiða. {jathumbnail off}

Flokkur: Efling

Bíógestir á reiðhjóli fá afslátt

reidhjol og bioÍ Fredriksstad í Noregi hefur verið ákveðið að gera vel við gesti sem mæta á reiðhjóli, og þurfa þeir að borga sem nemur um 200 krónur minna en aðrir til að horfa á kvikmynd.

Flokkur: Efling

Hvaða lausn telur þú besta?

Það eru ýmsar lausnir sem koma til greina til að auðvelda hjólreiðafólki að komast leiðar sinnar um bílaborgir og hér er búið að safna nokkrum skemmtilegum leiðum. Munich myndin sýnir reyndar lausn með mörgum földum hættum og Manchester myndin er dæmi um hluti sem best er að sleppa. Hinar sýna ýmsar lausnir sem gagnast betur og þannig lausnir virka mjög hvetjandi á fólk til að prófa hjólið sem farartæki.