Hjólað í vinnuna verður formlega ræst kl. 8:30 miðvikudaginn 4. maí í Reykjavík og á Akureyri.
Í Reykjavík fer hátíðin fram í veitingatjaldinu í Húsdýra- og fjölskyldugarðinum, og þangað mætir einvalalið af ráðherrum ásamt Landlækni og fleiri. Ekki er oft sem svona margir sjáist á einu bretti, á atburðum úti bæ. Er þáttaka þeirra viðurkenning á hversu jákvæðar hjólreiðar séu á mörgum sviðum samfélagsins. Á Akureyri fer opnunin fram á Glerártorgi og flýtur bæjarstjórinn ávarp.
Frítt er inn, en miðað við hámark nokkur manns úr hverju liði sem hefur skráð sér til leiks.