Jóla hjólabók
Yfir 9000 börn í borginni Almada í Portúgal fá hjólabók í gjöf frá borgaryfirvöldum nú fyrir jólin. Í bókinni er fjallað um allt tengt reiðhjólum, farið yfir sögu þeirra, viðhald kennt, farið yfir umferðarreglurnar og hvernig best er að hjóla. Einnig fjallað um ýmislegt sem hægt er að gera á hjólinu og einnig fylgir teningaspil.