Finnar láta ekki smá snjó trufla sig við hjólreiðar og það þó standi til að hjóla um uppáklæddur í tweed fatnaði.
Víða um heim sameinast fólk í hópreiðar með ýmsum þemum líkt og í þessari tweed hópreið og má þar nefna Hjólað berbakt hópreiðina sem tvisvar hefur verið farin hér á menningarnótt.
Ómar Smári Kristinsson, eða Smári, hreyfði sig ekki að ráði og fékk reglulega slæman höfuðverk. Í dag hefur hann klifið flest fjöll á Vestfjörðum, þar sem hann býr, og tekist á köflum á við hetjulegar torfæruleiðir á hjóli. Í Hjólabókinni, dagleiðum í hring á hjóli, segir Smári frá skemmtilegum hjólaleiðum á Vestfjörðum og segist vonast til að bókin verði fleirum hvatning
„Ég hef hjólað í vinnuna í 43 ár, ég byrjaði á því erlendis og þetta er eiginlega bara svona minn lífsstíll að hjóla í vinnuna og sem mest hérna á mínu svæði,“ segir Birgir Guðjónsson læknir sem hjólar hér á götum borgarinnar í gær. Hann lætur veðrið ekki trufla sig að neinu ráði og hvetur fólk til þess að hjóla í vinnuna. Hann segir daglegar hjólreiðar, til og frá vinnu, vera langsniðugustu líkamshreyfingu sem fólk geti stundað.
„Ég starfa sem teiknari og er því kyrrsetumaður. Það er engum hollt að lifa þannig og ég var orðinn hausverkjasjúklingur. Þótt ég hafi átt að vita það sjálfur þurfti lækni til að segja mér að fara að hreyfa mig. Því byrjaði ég að fara í fjallgöngur. Fyrir tveimur árum fékk ég lánað hjól hjá frænda mínum og þá fékk ég hjólabakteríuna,“ segir Ómar Smári Kristjánsson sem gefið hefur út Hjólabókina svokölluðu. Eftir að hann byrjaði að hreyfa sig segir hann hausverkina nánast vera horfna. „Ég er orðinn miklu heilsuhraustari en ég var. Þótt maður noti klukkutíma á dag í heilsurækt verður manni meira úr verki þegar maður heldur heilsu. Fyrir utan hvað það er miklu skemmtilegra að lifa þegar maður er í lagi.“
Eftir að hafa verið í bílabransanum í 15 ár samfleytt fengum við hjónin nóg og seldum bílinn okkar á vordögum. Forsaga málsins er sú að við höfum verið frekar óheppin í bílamálum í gegnum tíðina. Þó keyrði um þverbak þegar við keyptum bíl sem á hvíldu eftirstöðvar bílaláns en þessi fjárfesting kostaði óteljandi grátköst hjá undirritaðri og almennt álag í hjónabandinu. Vert er að taka fram að þetta var fyrir tíð stökkbreyttra gengistryggðra okurkúlulána.
Ég var á leiðinni út í búð í gær. Veðrið var fallegt, snjór yfir öllu og 8 stiga frost. Ég var vel búin, klædd í kuldagalla og gönguskó og naut þess að vera úti. Þá stoppaði bíll við hliðina á mér og bílstjórinn ávarpaði mig: „Hei, talar þú íslensku?“ Og svo spurði hann mig til vegar. Þegar ég var búin að leiðbeina honum varð ég hugsi. Af hverju hélt hann að ég talaði ekki landsmálið?
Fyrir tæplega fjórum mánuðum losuðu Pétur Ívarsson og eiginkona hans sig við Pajero-jeppann og Mözduna, keyptu nýjan Volkswagen Passat- metanbíl og ákváðu að héðan í frá myndu þau ekki nota bíl til að komast til og frá vinnu. Tilraunin hefur gefist vel og Pétri reiknast til að vikulegur eldsneytiskostnaður fjölskyldunnar sé nú á bilinu 1.500 -2.000 krónur.
Page 18 of 29