Hjólar alla daga og lætur veðrið ekki trufla sig

mbl-120112„Ég hef hjólað í vinnuna í 43 ár, ég byrjaði á því erlendis og þetta er eiginlega bara svona minn lífsstíll að hjóla í vinnuna og sem mest hérna á mínu svæði,“ segir Birgir Guðjónsson læknir sem hjólar hér á götum borgarinnar í gær. Hann lætur veðrið ekki trufla sig að neinu ráði og hvetur fólk til þess að hjóla í vinnuna. Hann segir daglegar hjólreiðar, til og frá vinnu, vera langsniðugustu líkamshreyfingu sem fólk geti stundað.

Uppruni: Forsíða Morgunblaðsins 12. janúar 2012