Hjólar til að losna við hausverk

OmarSmariHjolari„Ég starfa sem teiknari og er því kyrrsetumaður. Það er engum hollt að lifa þannig og ég var orðinn hausverkjasjúklingur. Þótt ég hafi átt að vita það sjálfur þurfti lækni til að segja mér að fara að hreyfa mig. Því byrjaði ég að fara í fjallgöngur. Fyrir tveimur árum fékk ég lánað hjól hjá frænda mínum og þá fékk ég hjólabakteríuna,“ segir Ómar Smári Kristjánsson sem gefið hefur út Hjólabókina svokölluðu. Eftir að hann byrjaði að hreyfa sig segir hann hausverkina nánast vera horfna. „Ég er orðinn miklu heilsuhraustari en ég var. Þótt maður noti klukkutíma á dag í heilsurækt verður manni meira úr verki þegar maður heldur heilsu. Fyrir utan hvað það er miklu skemmtilegra að lifa þegar maður er í lagi.“

Í spjalli í Bæjarins besta í dag segir Ómar Smári leiðirnar bókinni vera frá því að vera rúmur klukkutími og upp í rúmlega hálfur sólarhringur. „Rúmur klukkutími er náttúrlega engin dagleið en þá bæti ég við fleiri útúrdúrum og öðru sem fólk getur bætt á sig á leiðinni. Það finna allir eitthvað við sitt hæfi í bókinni en helmingurinn af þessu er ekki fyrir nema fólk á fjallahjóli með ágætt þol og einhverja reynslu. Fólk getur líka haft hugfast að höfundur bókarinnar er rúmlega fertugur með bumbu.“


Uppruni: Bæjarins besta http://www.bb.is/Pages/26?NewsID=172183

 

OmarSmariHjolari

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.