Vinsældir rafmagnsreiðhjóla fer sívaxandi og mörg slik eru komin á götur og stíga á Íslandi.
Nýjung í reiðhjólahjálmum var kynnt í síðustu viku á hönnunarsýningu í Svíþjóð. Um er að ræða loftpúða sem skýst úr hálskraga þegar skynjarabúnaður skynjar hættu á höfuðhöggi. Kraginn er mun flottari en reiðhjólahjálmar eru almennt og hægt að skipta um efni á honum til að passa við mismunandi fatnað. Enda var ætlunin að höfða til fólks sem ekki vill nota hefðbundna reiðhjólahjálma.
Margir eru spenntir fyrir reiðhjólum með hjálparmótor en það er einnig möguleiki að setja slíkt á gamla hjólið með kitti eins og þessu. Batteríinu er kippt af hjólinu, tekið inn og sett í hleðslu svo það þarf enga sérstaka aðstöðu með rafmagnstengli til að nýta sér þennan búnað.
Nú nálgast veturinn og kominn tími til að gera hjólið klárt. Við mælum eindregið með nagladekkjum undir hjólin á höfuðborgarsvæðinu þar sem oft er hálka á stígunum. Og kannski er tími á að endurnýja ljósabúnaðinn á hjólinu með nýju öflugu ljósi? Hér eru nokkur ráð í Politiken um hvernig dönum er ráðlagt að gera hjólin klár fyrir veturinn.
Margir þekkja Google Street View, þar sem hægt er að skoða götur í borgum í þrívídd rétt eins og maður væri staddur þar. Nú er verið að útvíkka verkefnið í hinni hjólavænu Kaupmannahöfn með því að mynda hjólaleiðir með sérsmíðuðu Google Street View hjóli. Nú þegar er búið að kortleggja og mynda 300 kílómetra af hjólabrautum, stígum í gegnum garða og göngugötur. Það er stefnt að því að hjóla ekki færri en 3000 km. á þessu 150 kg. hjóli svo það verður spennandi að geta ferðast eftir fleiri leiðum er akbrautum í þessum Street View heimi.
Nú er hægt að panta sér hnakkhlífar sem eru framleiddar á Ísafirði.
Sjá nánar:
Það er mikið úrval af vönduðum flottum hjólatöskum í boði undir vörumerkinu Fastrider. Þær eru framleiddar af hollensku fyrirtæki sem er leiðandi á hjólatöskumarkaðnum í Hollandi.
Page 3 of 7