Nýtt tímarit um rafmagnsreiðhjól

Velovision tímaritiðVinsældir rafmagnsreiðhjóla fer sívaxandi og mörg slik eru komin á götur og stíga á Íslandi.

Eitt af betri hjólatímaritinum er Velovison sem er gefið út í Bretlandi. Það er jafnan með nýjar fréttir af hjólabúnaði og með góðar úttektargreinar um reiðhjól, sem eru ekki litaðar af sölumennsku. Það fjallar líka mikið um HPV (human powered vehicles) og recumbent (liggjandi eða rekka) hjól.

Peter Eland ritstjóri þess hefur nú hafið útgáfu á nýju tímariti um rafmagnsreiðhjól, Electric bike magazine. Fyrstu eintökin eru ókeypis á netinu sem pdf og til skoðunar á issuu.com, þar sem Hjólhestarnir hinir stilltu tímaritsfákar Íslenska fjallahjólaklúbbsins bíða líka eftir lesendum sínum.

Elbikemynd

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.