Stígur með Reykjanesbraut meðfram Jöldugróf og Blesugróf

Stígur meðfram Reykjanesbraut við Blesugróf

Á heimasíðu Reykjavíkurborgar framkvæmdum í Reykjavík er sagt frá lagningu stígs með Reykjanesbraut meðfram Jöldugróf og Blesugróf.

Jarðvinna (gröftur og fylling) og malbikun á gangstíg meðfram Jöldugróf og Blesugróf ásamt
tröppustíg frá strætóbiðstöð að Jöldugróf. Einnig skal reisa ljósastólpa og leggja strengi.
 
Jarðvinna (gröftur og fylling) og malbikun á gangstíg frá göngustíg meðfram Kringlumýrarbraut í
gegnum trjálund að bílastæði norðaustan við Hátún 10B.
 
Uppsetning á ljósastólpum meðfram stígum í Laugardal ásamt jarðvinnu við lagningu strengja.

Á myndinni hér að ofan sést lega nýja stígsins meðfram Reykjanesbrautinni. Stígurinn tengir saman stíginn vestan við göngubrú yfir Reykjanesbraut að sunnan og stíg vestan við undirgöng undir Reykjanesbraut að norðan.

Tímaáætlun Frá Til
Frumathugun Mars 2015 Apríl 2015
Hönnun og áætlanagerð Apríl 2015 Júní 2015
Framkvæmd verks Júní 2015 Október 2015

 

Áætluð verklok eru í október 2015

Áætlaður kostnaður er um 30 mkr.