Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda

Samhliða fjölgun hjólreiðafólks undanfarinna ára hefur þörfin fyrir sátt og samlyndi ólíkra hópa í umferðinni aldrei verið brýnni. Hugmyndin að sáttmála hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra kviknaði kjölfar kynningar Maríu Agnar Guðmundsdóttur hjólreiðakonu og Svavars Svavarssonar ökukennara um gagnkvæman skilning á ráðstefnu Hjólafærni og LHM, Hjólað til framtíðar, sem haldin var á Seltjarnarnesi í september 2018.

Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar og Siggi danski atvinnubílstjóri kom einnig að undirbúningi hans. Fulltrúi Landssamtaka hjólreiðamanna í þessu verkefni var Birgir Birgisson.

Samgöngustofa útbjó lítinn bækling með sáttmálanum.

Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda

 

Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda

Við erum til fyrirmyndar í umferðinni með því að

  • fara eftir umferðarlögum
  • sýna ábyrgð og tillitssemi
  • virða mikilvægi samvinnu
  • virða sérstöðu hjólandi annarsvegar og þungra bíla hinsvegar


Atvinnubílstjórinn

  • leitar eftir augnsambandi við hjólandi vegfaranda
  • er meðvitaður um þau svæði sem hann ekki sér „blinda svæðið“
  • sýnir hjólandi sérstaka varúð í hægri beygjum
  • áttar sig á að hjólandi vegfarendur þvera akbrautir úr báðum áttum
  • heldur 1,5 m fjarlægð frá hjólandi vegfaranda á akbraut
  • veit að stórt ökutæki getur virkað ógnandi á hjólandi vegfaranda
  • notar bílflautu í vinsamlegum tilgangi
  • sýnir ávallt varúð óháð forgangi


Hjólreiðamaðurinn

  • leitar eftir augnsambandi við bílstjórann
  • er meðvitaður um skert sjónsvið bílstjórans, þ.e. „blinda svæðið“
  • tryggir að ökumaður sjái til hans þar sem götur og stígar skarast
  • er meðvitaður um varasamar hægri beygjur á gatnamótum
  • beitir notkun víkjandi og ríkjandi stöðu við réttar aðstæður
  • notar reiðhjólaljós til að auka sýnileika
  • kynnir sér öruggustu leiðina miðað við aðstæður
  • sýnir skilning á sérstöðu stórra ökutækja
  • sýnir ávallt varúð óháð forgangi

 

Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda

 

Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda

 

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.

Nýjustu umsagnir LHM og önnur skjöl