Svona á að hvetja til hjólreiða

Í þessu myndbandi er hjólaborgin Rotterdam kynnt í jákvæðu ljósi. Takið eftir að þarna er sleppt öllum hræðsluáróðri og prédikunum enda er slíkt síst til þess fallið að hvetja til hjólreiða. {jathumbnail off}

Nei þarna hjólar mamman með börnin, bissness maðurinn hjólar í jakkafötunum, gömlu hjónin eru samstíga á tveggjamannahjólinu og allir eru hamingjusamir. Rétt eins og í bílaauglýsingu en þarna er verið að hvetja til hjólreiða. Tilefnið er tengt því að Tour de France keppnin stórkostlega hefst í Rotterdam í ár.