Danir gróðursetja tré með hjólreiðum fyrir næsta loftslagsfund Sameinuðu þjóðanna

challenge16Danir hafa ýtt úr vör nýju loftslagsátaki - Challenge 16 - í tengslum við næsta fund Sameinuðu þjóðanna í loftslagsmálum sem haldinn verður í Mexíkó í árslok. Fyrir hverja 16 hjólreiðamenn sem skrá sig til leiks verður sett niður eitt tré og ættu Danir með góðri þátttöku
þjóðarinnar að vera komnir með álitlegan hjólaskóg í haust. Átakið hófst í gær og stendur til 16. nóvember. {jathumbnail off}

Skoðið nánar hér: http://arena365.com/challenge16

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.