Heildarsýn fyrir Kópavogsdal

Umsögn LHM.

Bréf Kópavogs.

Slóð á verkefnið hjá Kópavogsbæ: https://www.kopavogur.is/is/ibuar/ithrottir-utivist/opin-svaedi-og-utivist/heildarsyn-fyrir-kopavogsdal

LHM vill koma eftirfarandi ábendingum á framfæri á þessu stigi.

LHM vill leggja til að ráðist verði í hönnun og gerð samgönguhjólastígs eftir Kópavogsdal endilöngum frá undirgöngum undir Hafnarfjarðarveg að undirgöngum undir Dalveg við Nýbýlaveg. Sjálfsagt er síðan að halda áfram með þennan stíg eftir sunnanverðu Kársnesinu að Bakkabraut yst á Kársnesi til undirbúnings fyrir Fossvogsbrú.

Í verkefninu Okkar Kópavogur 2022 var kosið um tillögur um verkefni á Kársnesi og Digranesi. Þær tillögur sem hlutu einna flest atkvæði snérust um stígagerð og aðskilnað göngu og hjólastíga. Á Kársnesi hlaut verkefnið Göngu og hjólastígar meðfram strönd Kársnes næstflest atkvæði eða 227. Á Digranesi hlaut verkefnið Aðskilja göngu og hjólastíga í Kópavogsdal, 1. áfangi 368 atkvæði og lenti í 5. sæti. Þetta mikla fylgi sýnir áhuga íbúa á bættum stígum. Betri stígar og fjölbreyttar samgöngur munu einnig vera hátt á blaði í stefnu bæjarins og núverandi meirihluta í bæjarstjórn. Stígurinn í Fossvogi sýnir hversu mikil lyftistöng góður hjólastígur getur verið fyrir hjólasamgöngur.

Austast er slíkum samgöngustíg best komið fyrir sunnantil á útivistarsvæðinu í Kópavogsdal upp við Dalveg og gæti hann legið í þeirri legu að Digranesvegi. Frá Digranesvegi er honum sennilega best komið fyrir samsíða Digranesvegi í fyrstu og síðan sunntil í dalnum að brú yfir Kópavogslæk neðan við Digraneskirkju og þaðan lægi hann norðantil samsíða Fifuhvammi að undirgöngum við Hafnarfjarðarveg. Hann þyrfti að tengjast stíg í undirgöngum undir Reykjanesbraut við Dalveg 30 og nýjum hjólastíg samsíða Dalvegi frá Digranesvegi að Smáralind, sem myndi tengjast fyrirhuguðum hjólastíg samsíða Fífuhvammsvegi. 

Vanda þarf legu og hönnun stígsins og þarf hann að vera með jafna hæðarlegu ef þess er kostur. Þar sem hann er samgöngustígur þurfa að vera greiðar þveranir yfir Dalveginn í verslun og þjónustu sunnan við Dalveginn. Fara ætti eftir Leiðbeiningum um hönnun fyrir hjólreiðar sem Vegagerðin og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu áttu veg og vanda að.

LHM vill leggja til að stígar í Kópavogsdal verði merktir með leiðarvísum að helstu áfangastöðum til að auðvelda rötun um stígana með það að markmiði að auka notkun þeirra.

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa gefið út leiðbeiningar um Merkingar og vegvísun fyrir hjólreiðar á höfuðborgarsvæðinu. Notendur stíganna eru bæði vanir notendur, tilfallandi notendur í hópi íbúa og ferðamenn. Seinni hóparnir tveir eru þeir sem helst þurfa merkingar og þær geta hjálpað til að festa virka ferðamáta í sessi og auðvelda óvönum notendum að stíga það skref að finnast auðvelt og aðgengilegt að nota stígana til að komast leiðar sinnar. Merkingar geta því skipt máli til að auka notkun stíganna. 

Merkingar á hjólastígum (og göngustígum ef út í það er farið) gætu verið svipaðar og er í Laugardal, fjarlægð og tími gangandi og hjólandi að mismunandi áfangastöðum (t.d. sundlauginni, Smáralind, Fífunni, skólar, leikskólar).

LHM vill leggja til að hugað verði að hjólaleiksvæðum í Kópavogsdal.

Hjólreiðar eru holl hreyfing, og leikur og félagsskapur skiptir miklu máli til að gera þessa hreyfingu aðlaðandi og hvetja unga sem aldna til hollrar útiveru og hreyfingar. Leiksvæði getur t.d. tengst grunnskóla eins og Smáraskóla, íþróttasvæði eins og Fífunni eða verið aðskilið í miðjum dalnum. Til dæmis væri hægt að koma upp BMX- og brettasvǽði eða pumptrack fyrir BMX og fjallahjól eða Singletrack braut um hliðar og skóglendi í dalnum. Leita ætti samstarfs við íþróttafélag með hjólaíþróttir þegar ákvörðun er tekið um braut og legu brautar.

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.