Í skipulagsgátt, Tillaga að nýju deiliskipulagi göngu- og hjólastígs um Kópavogsháls á vinnslustigi. https://skipulagsgatt.is/issues/2024/583
LHM er hlynnt þeim framkvæmdum sem boðaðar eru í forkynningunni. Með þeim skapast tækifæri til að auka öryggi hjólandi og gangandi umferðar og gera leið þeirra greiðari, skilvirkari og vistlegri.
LHM telur þó að það væri betra að að hnika neðsta hluta stígsins í vestur frá stígamótum við Kópavogstún fram yfir stígamótin neðst við undirgöng í botni Kópavogs til að skapa öruggari stígamót og draga úr sveigjum á stíg á vandasömum stað neðst í brekkunni við Kópavogstún.