Brú yfir Fossvog - breyting á deiliskipulagi

Umsögn LHM.

Kópavogur, skipulagsgátt: https://skipulagsgatt.is/issues/427

Í gildandi skipulagi er hjólastígur austan megin á brú en í tillögunni er hjólastígur vestan megin á brú. Lega hjólastígs í Kópavogi, á brú og í Reykjavík þarf að vera samræmd og þannig að þveranir yfir borgarlínugötuna séu sem fæstar. LHM telur að lega vestan megin á brú sé í góðu lagi ef stígar á sunnanverðu Kársnesi séu þá vestan og sunnan megin við vegi og göngustíga alla leið inn í botn Kópavogs, það er nær sjó. Athygli vekur að í Reykjavík er gert ráð fyrir að hjólastígur séu fjær sjó en göngustígur nær. Það gæti verið skynsamlegt að samræma þetta fyrirkomulag. Æskilegt er líka að fækka þeim stöðum þar sem gangandi eru leiddir yfir hjólastíg að áningarstöðum.

Í núgildandi skipulagi fyrir brú yfir Fossvogur kemur fram í greinargerð að miðað sé við eina akrein fyrir almenningssamgöngur yfir brúnna. Í greinargerð þessarar tillögu er ekki minnst á breytingu á því en hins vegar eru teiknaðar tvær akreinar á uppdrætti tillögunnar. Ef til stendur að hafa tvær akreinar fyrir almenningssamgöngur yfir brúnna þarf það að koma skýrt fram í greinargerð og eins útskýring á því hvað hefur breyst í forsendum brúarinnar. Í gildandi skipulagi er umferð um brúnna skilgreind í greinargerð og þar segir að almenn umferð annarra farartækja en almenningsvagna, s.s. hópferðabifreiða eða fólksbíla, er ekki heimiluð yfir brúna. Brúin er ætluð fyrir hjólandi- og gangandi vegfarendur ásamt umferð almenningsvagna. Heimilt er í undantekningartilfellum að nota hana vegna neyðaraksturs.

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.