Líkan fyrir hjólandi umferð - Grétar Mar Hreggviðsson

VSÓ Ráðgjöf hefur frá árinu 2005 þróað umferðarlíkan fyrir höfuðborgarsvæðið. Líkanið hefur verið notað við gerð flestra stærri skipulagsáætlana á höfuðborgarsvæðinu. Í fyrstu var einungis um bílalíkan að ræða en líkanið hefur verið þróað og útfært á ýmsan hátt; m.a. með líkani fyrir þungaumferð, líkani fyrir umferð á þjóðvegum landsins (landslíkan), háannatímalíkani. Auk þess hefur talsvert verið lagt í þróun líkans fyrir almenningssamgöngur. Í þeim tilgangi að þróa líkanið enn frekar í átt að fjölferðamátalíkani (e. multi-modal) var fyrir nokkrum árum hafist handa við þróun líkans fyrir hjólandi umferð – hjólalíkans.

Hjólalíkanið byggir á margs konar upplýsingum; m.a. um stígakerfi sveitarfélagana, hljóðreiðatalningum, gögnum frá Strava um magn og dreifingu hjólaferða, ferðavenjukönnunum fyrir höfuðborgarsvæðið og fleira. Landhæðarlíkan er jafnframt notað til að áætla langhalla (bratta) á stígum.

Bílstjórar þurfa almennt lítið að hugsa um klifur, en þetta er hins vegar einn þeirra þátta sem eru mest ráðandi í leiðavali hjólreiðafólks. Ágætis dæmi um þetta er Kársnesið, en sumt hjólreiðafólk velur frekar að fara fyrir nesið heldur en yfir Kópavogshálsinn. Sú leið er aðeins lengri en hins vegar öll á jafnsléttu. Í heildina er hins vegar ekki umtalsverður munur á ferðatíma. Líkanið tekur þannig langhalla með í reikninginn, því er ekki sjálfvalið að alltaf sé stysta leið valin milli tveggja áfangastaða. Í stuttu mál lengir „upp í móti“ ferðatímann (þó ekki línulega) og „niður í móti“ styttir ferðatímann. Þess er þó gætt að hraði geti aldrei orðið meiri en 40 km/klst, sem eru efri mörk þess hraða sem flest venjulegt fólk treystir sér til að hjóla á.

Hjólalíkanið var notað til að meta hjólaleiðir sem settar eru fram í Hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar 2015-2020 í þeim tilgangi að forgangsraða framkvæmdum. Í framhaldi var líkanið notað til að meta líklegt umfang hjólaumferðar um fyrirhugaða hjóla- og strætóbrú yfir Fossvoginn.

Grétar Mar Hreggviðsson starfar á samgöngusviði VSÓ Ráðgjafar og fæst við líkangerð, hermun og önnur umferðartæknileg mál. Er þó umfram allt hjólreiðamaður og áhugamaður um bætta umferðarmenningu. 

 

Upptaka

 

Glærur

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.