Aðrir viðburðir

Hjólaklúbbur Loft Hostel, Bankastræti 7, 4.hæð

Í samgönguviku 16. -22. september verður starfræktur hjólaklúbbur þar sem boðið verður upp á umræður, fræðslu, bíó og hjólaferðir.

Allir velkomnir á einstaka viðburði eða alla!

Sjá nánari upplýsingar um dagskrá.

Hjólaklúbburinn er samstarfsverkefni Hjólafærni á Íslandi, Landssamtaka hjólreiðamanna, Farfuglaheimilisins Loft sem hýsir klúbbinn og Bike Company-sins (www.lofthostel.iswww.bikecompany.is)

 

Fyrirlestur og málstofa menntavísindasviðs Háskóla Íslands

Fimmtudag 19.september kl. 11.30. Allir velkomnir. Nánari upplýsingar hér:  Tim Gill heldur erindi á Menntavísindasviði í tilefni Samgönguviku

Ókeypis.

 

Hjólaferð

Fimmtudag 19. september. Allir velkomnir.

 Hjólum um borgina, upphitun fyrir ráðstefnuna. Lagt af stað kl. 18.00 frá Loftinu þar sem einnig verður endað, u.þ.b. 90 mín síðar. Eftir hjólaferðina er ætlunin að borða léttan kvöldverð saman (þeir sem vilja).

Verð kr. 2000 fyrir kvöldverð, ekkert kostar að taka þátt í hjólaferðinni.

Skráning á netinu

 

Veislukvöldverður

Föstudag 20. september. Allir velkomnir.

Í sal ÍSÍ Engjavegi 6. Húsið opnar klukkan 18.30. Matur klukkan 19.15.

Boðið verður upp ofnsteikt lambalæri með tilheyrandi meðlæti og Tíramisú ostatertu í eftirrétt, fordrykk og kaffi eftir matinn.

Verð kr. 4000 fyrir tvíréttaða máltíð.

Skráning á netinu

 

Samgönguvika

Upplýsingar um aðra viðburði samgönguviku má sjá á facebooksíðu samgönguviku: Samgönguvika 16.-22. september