Hjólaklúbbur

Hjólaklúbbur Loft Hostel, Bankastræti 7, 4.hæð

Hjólaklúbburinn er samstarfsverkefni Hjólafærni á Íslandi, Landssamtaka hjólreiðamanna, Farfuglaheimilisins Loft sem hýsir klúbbinn og Bike Company-sins (www.lofthostel.iswww.bikecompany.is)

Allir velkomnir á einstaka viðburði eða alla! Til baka á aðra viðburði

Mánudagurinn 16. sept, kl. 20: Hjólað í þjóðgörðum á Íslandi – almannaréttur, landverðir og ferðamenn.

Á degi íslenskrar náttúru verður þema hjólaklúbbsins hjólreiðar í náttúru íslands, með sérstakri áherslu á friðuð svæði, svo sem þjóðgarða. Í gegnum tíðina hafa komið fram ólík sjónarmið um hversu velkomin reiðhjól séu í íslenzkri náttúru, og virðist gæta nokkurrar tvöfeldni í stefnu stjórnvalda þegar kemur að málaflokknum. Hjólreiðamenn eru í auknum mæli að halda inn á svæði þar sem göngumenn hafa verið nokkuð einráðir áður og getur slíkt valdið pirringi í röðum þeirra sem telja svæðin sín, hvort heldur sem er í röðum göngumanna eða þjóðgarðs- og landvarða. Þá virðist gæta meðal margra ranghugmyndir um hvað hjólreiðamenn vilja og geta þegar kemur að tæknilega erfiðari leiðum. Á fundinn mun mæta fulltrúi úr langstærsta þjóðgarði landsins, Vatnajökulsþjóðgarði og von er á fulltrúa frá Umhverfisstofnun.
 
Þriðjudagurinn 17. sept, kl. 20: Hjólreiðar og strætisvagnar, samvinna strætó og hjólandi umferðar.
Hvernig er samspil strætisvagna og hjólreiðamanna? Er raunhæfur kostur að taka reiðhjól með sér í strætó? Ætti að koma upp yfirbyggðum hjólreiðastæðum við helstu strætisvagnamiðstöðvar eins og við þekkjum við lestar- og samgöngumiðstöðvar nágrannalandanna? Hver er reynsla þeirra sem hafa reynt samtvinnun strætisvagna og reiðhjóla við daglegar samgöngur? Eru strætisvagnar hættulegir reiðhjólamönnum sem stórir bílar á þröngum götum? Eru reiðhjól í augum strætó pirrandi samkeppnisfararmáti sem þvælist fyrir vögnum og kemur í veg fyrir að fleiri bíllausir taki strætó og byggi þannig upp öflugra strætisvagnakerfi á höfuðborgarsvæðinu eða bandamenn? Á fundinn munu mæta fulltrúar frá Strætó sem munu segja frá framtíðarsýn fyrirtækisins og vonandi fullt af fólki sem getur miðlað af reynslu sinni.
 

Miðvikudagurinn 18. sept: Hjólaferðaþjónustan býður gesti velkomna, Bike Companíið.

Fimmtudagurinn 19. sept: Hjólum um borgina, upphitun fyrir ráðstefnuna. Sjá nánar aðeins neðar.

Föstudagurinn 20. sept: Hjólum til framtíðar. Hátíðarkvöldverður á Engjavegi 6. Enginn formlegur hjólaklúbbur á Loftinu. Sjá nánar aðeins neðar.

Laugardagurinn 21. sept: Hjólað frá Hlemmi kl. 10 um morguninn. Endað á Loftinu í kaffi og rúnstykki í hádeginu ca. 11:30 til 13. Allir velkomnir, engin skráning.

Sunnudagur 22. sept: Hjólabíó og popp

Nánari tímasetningar síðar – dagskrá birt með fyrirvara um breytingar.

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.

Stuðningsaðilar ráðstefnunnar