Samfelldur stígur er alla leið meðfram Sævarhöfða, meðfram Elliðaárvogi, undir Gullinbrú en yfir Grafarvog, yfir Gufunes og með Leiruvogi og loks eftir allri ströndinni uns stígurinn sveigir í átt að miðbæ Mosfellsbæjar. Í Mosfellsbæ er m.a. hægt að skoða lystigarðinn á Stekkjarflöt á Varmárbökkum við Álafosskvos. Einnig er hægt að hjóla á stígakerfi að Gljúfrasteini og þá ertu kominn 1/3 af leiðinni til Þingvalla.
Þessi leið liggur um gróðri vaxinn Elliðaárdal og meðfram ánni að Breiðholtsbraut og upp að göngum undir götuna til móts við Norðlingaholt. Þaðan er fylgt malbikuðum stígum að Rauðhólum og eftir vegi að Elliðavatnsbænum.
Þetta er leiðin umhverfis Reykjavík vestan Elliðaáa og liggur meðfram Sæbraut, Geirs- og Mýrargötu, Ánanaust, Eiðisgranda, Ægissíðu og um Skerjafjörð og Fosvogsdal. Þetta er fjölfarnasti útivistarstígur landsins og eru stígar og aðbúnaður víðast hvar til mikillar fyrirmyndar. Leiðin er rúmlega 21 km og liggur að mestu meðfram strandlengjunni.
Þeir sem hjóla reglulega njóta heilsu og hreysti á við þá sem eru 10 árum yngri.
Hjólað í vinnuna myndband frá Ungverjalandi
Hjólað í vinnuna myndband frá Ungverjalandi
Page 25 of 29