Minnispunktar frá Landssamtökum hjólreiðamanna f. starfshóp Reykjavíkurborgar um hjólreiðar.
Stjórn Landsamtaka hjólreiðamanna var falið það verkefni að taka saman upplýsingar
um eftirfarandi efni:
- Reiðhjólastígar og brautir
- Gatnamót
- Reiðhjólastæði
- Reiðhjólastuldir
1 Reiðhjólastígar og brautir
Núverandi ástand:
- Reykjavikurborg hefur staðið sig vel í lagningu göngu- og útivistarstíga víðsvegar um borgina.
- Nokkuð gott net göngu- og útivistastíga hefur verið hannað og lagt.
- Stígarnir henta vel fyrir göngu- og útivistafólk, fólk á línuskautum og byrjendur hjólreiða en ekki til samgangna.
-
Hættusamir stígar
- Ferðamáti og hraði er mismunandi á stígum
- Hættuleg blindhorn
- Hættulegir kantar
- Varasamar inn- og útkeyrslur
- Slæm lýsing
- Aðrar fyrirstöður eins og t.d. staurar, stórgrýti ofl. á stígum
- Óljósar umferðareglur á stígum
- Stígar ekki ruddir á veturna skv. sérstakri áætlun
- Mold, annar uppgröftur og rusl látið liggja á stígum á meðan á framkvæmdum stendur í nágrenni
- Vegna hæðarlegu stíga safnast á þeim bæði vatn og klaki.
- Stígar eru oft ekki í “plani” með akvegum, því myndast of háir kantar þegar þeir þvera akvegi.
-
Göngustígar Reykjavíkurborgar henta ekki sem hjólreiðabrautir.
- Slysahætta vegna mismunandi ferðamáta og hraða.
- Tafsamt að ferðast á þeim
- Óskýrar umferðareglur á stígunum og gagnvart vélknúinni umferð sem þverar þá.
- Þó hjólreiðamanna sé getið í umferðalögum þá lítur út fyrir að hvorki sé gert ráð fyrir þeim í hönnun á göngustígum né akvegum.
- Nýlagðir stígar, brýr og undirgöng eru of grannir (3 metrar á breidd).
- Stígar hafa verið fjarlægðir án fyrirvara vegna framkvæmda (sbr. vegaframkvæmdir við Stekkjarbakka)
- Viðhald og eftirlit með stígum er ábótavant
- Endurbætur stíga virðast oft aðeins eiga sér stað þegar breytingar eru gerðar á nærliggjandi akvegum.
- Dæmi eru um að stígar eru ekki lagðir meðfram stofnbrautum svo áratugum skiptir vegna margvíslegra minnihátta ástæðna
- Vegalengdir eru í mörgum tilfellum lengri og stígar brattari en ef farið er eftir akvegum þá sérstaklega umhverfis mislæg gatnamót.
- Tengingar á hjólreiðabrautum milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu eru engar, í besta falli slæmar (nema milli Reykjavikur og Kópavogs í Fossvogi)
- Nýverið breytti Alþingi umferðarlögum þar sem rafmagnsreiðhjól eru flokkuð sem reiðhjól og hafa þau nú þegar verið flutt inn og sala hafist á þeim. Hvorki göngustígar né akvegir henta þessum farartækjum.
Framtíðarsýn:
- Með betri hönnun gatnamóta og lagningu hjólreiðabrauta munu hjólreiðar sem samgöngumáti aukast.
- Mikilvægt að aðgreina umferð gangandi, akandi og hjólandi vegfaranda.
- Mikilvægt að aðgreina akstursstefnur á hjólreiðabrautum.
- Hönnun hjólreiðabrauta á gatnamótum þarf að taka mið af því að hjólreiðar eru löggildur samgöngumáti og gera þarf ráð fyrir hjólreiðafólki í samgönguáætlunum.
- Endurskoða þarf umferðalög m.t.t þess að hjólreiðabrautir verði hluti samgöngukerfisins.
- Ríki og sveitarfélög þurfa að semja skýrari verklagsreglur um viðhald og umsjón hjólreiðabrauta (t.d. snjóruðning og hreinsun brautanna).
- Byrja þarf á lagningu tilrauna-reiðhjólabrauta í nokkrum hverfi borgarinnar.
- Reykjavíkurborg þarf að sýna gott fordæmi og vera í fararbroddi með hönnun og lagningu hjólreiðabrauta á landinu.
- Tengingar á hjóleiðastígum milli sveitarfélaga þarf að laga.
- Verklagsreglur um lagningu, merkingar og umsjón stíganna þurfa að vera skírari.
- Hjólreiðabrautir þurfa að vera sýnilegar í samgöngukerfinu.
- Hjólreiðabrautir þurfa að bjóða upp á öryggi og þægindi eins og akvegir.
- Skilgreina þarf betur umferðareglur m.t.t. hjólreiða.
- Mikilvægt er að setja ljós á hægribeygju akreinar við gatnamót vegna slysahættu hjólreiðafólks og annarra óvarinna vegfarenda sem þverar akreinina.
- Hjólreiðabrautir þurfa að verða lagðar stystu og þægilegustu leið án óþarfa krappra beygja framhjá köntum og hindrunum.
- Ekki er talið fýsilegt að leggja hjólreiðabrautir í vegstæði eins og gert er í nágrannalöndum okkar vegna mikillar rykmengunar, salts og tjöru, nema að tekið verði á þeim þáttum og götur hreinsaðar oft. Hjólreiðabrautir í vegstæði þarf að hanna í samræmi við íslenskar aðstæður.
- Hjólreiðastígar þurfa að tengjast helstu stofnunum, þjónustumistöðum og miðstöðum almenningssamgangna á þægilegan og auðveldan máta.
- Gera þarf könnun á fjölda reiðhjólafólks fyrir og eftir breytingar og viðhorf þeirra til breytinganna. Einnig þarf að gera könnun á ferðamynstri og nýtingu brautanna.
- Mikilvægt er að borgaryfirvöld sem og stjórnir annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sjái til þess að þingsályktunartillaga um hjólreiðar sem lögð var fram á Alþingi vorið 2004 verði að veruleika.
Margar götur frá sjötta og sjöunda áratugnum í Reykjavík eru breiðar og kalla hreinlega á hraðakstur. Í Arnheim í Hollandi hefur tekist vel að breyta svona götum í raunverulegar vistgötur þar sem hjólreiðabrautir skipta veigamiklu máli.
Tengingar milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu eru ákaflega slæmar. Því er ákaflega mikilvægt að sveitarfélög knúi á um að þingsályktunartilaga þskj. 321 – 283. mál verði að veruleika. (Myndir: Kópavogsbraut og og Odense, Danmörku)
(Mynd til vinstri) Leiðir gangandi og hjólandi vegfarenda á stígum borgarinnar eru varðaðar köntum og hlykkjum. Það skapar ekki aðeins slysahættur heldur eiga snjóruðningstæki í erfiðleikum með að ryðja stígana með viðunandi hætti.
(Mynd til hægri) Vegna hæðarlegu stíga safnast á þeim vatn, klaki og snjór sem gerir þá ófæra marga daga á ári þó svo allt annað sé fært. (myndir frá Miklubraut)
2 Gatnamót
Núverandi ástand:
- Við gatnamót eru leiðir gangandi og hjólandi vegfarenda varðaðar hættulegum köntum og kröppum beygjum.
- Gatnamót eru ekki hönnuð með það í huga að hjólreiðamenn fari eftir stígunum (sbr. krappar beygjur við gatnamót Kringlumýrar- og Miklubrautar).
- Við gatnamót stöðva ökumenn oft á gangbrautum. Sjá þarf til þess að bifreiðar stöðvi við stöðvunarlínu með breyttri hönnun svo að gangandi- og hjólandi vegfarendur eigi greiða leið yfir gatnamót.
- Stöðvunarlínur við gatnamót eru oft á röngum stað á hægribeygjuakreinum.
- Ökutæki sem stöðvar á “réttum stað” við stöðvunarlínu er ávallt á miðri gangbraut. Merkingar og hönnun gatnamóta eru því ekki í samræmi við 26 gr. umferðarlaga.
- Oft þar sem innkeyrslur og akvegir þvera göngu- og útivistastíga eru merkingar ekki í samræmi við 25 gr. umferðarlaga. Þar stendur: “ökumaður, sem ætlar að aka inn á eða yfir veg, skal veita umferð ökutækja á þeim vegi úr
- báðum áttum forgang ef það er gefið til kynna með umferðarmerki um biðskyldu eða stöðvunarskyldu”. Merkja þarf betur hver hefur forgang á slíkum stöðum.
- Þar sem göngu- og útivistastígar þvera akvegi er fyrst og fremst hugsað um að hindra ekki flæði bílaumferðar og að sem minnst rými “tapist” á akvegum. Ekki er tekið tillit til gangandi- og hjólandi vegfarenda.
- Gangbrautaljós eru ekki tímastillt með hliðsjón af hraða hjólreiðamanna.
- Málmskynjarar í götum við gatnamót skynja ekki hjólreiða- eða bifhjólafólk.
- Stígakerfið er óljóst svo togstreita og slysahætta getur myndast á milli gangandi, hjólandi og akandi vegfarenda.
- Samgöngukerfið stuðlar ekki að bættu umferðasiðferði og getur verið þess valdandi að foreldrar treysti ekki börnum sínum til að nota göngu- og hjólreiðastíga borgarinnar.
Framtíðarsýn:
- Endurskoðaða þarf hönnun gatnamóta þar sem hægribeygjur er leyfðar með sérstakri akrein, hægribeygjuframhjáhlaupi. Reiðhjólafólk er hér í mikilli hættu.
- Samræma þarf merkingar á hjólreiða- og akbrautum svo stuðla megi að bættu umferðasiðferði og tryggja hættuminni samgöngur.
- Bæta þarf úr hönnun og ísetningu málmskynjara við gatnamót svo að umferð hjólreiða- og bifhjólafólks verði skynjuð.
- Mikilvægt er að sérstök umferðarljós verði sett upp á gatnamótum til að þjóna hjólreiðafólki.
- Fella verður niður götuvita handan gatnamóta svo ökumenn virði stöðvunarlínur.
Þar sem götuvitar eru ekki aðeins við stöðvunarlínu heldur einnig handan gatnamótana, þá fara margir ökumenn yfir stöðvunarlinu og í veg fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Þetta er sérlega slæmt á gatnamótum eins og við Kringlumýrar- og Miklubraut þar sem umferðaeyjur eru varðaðar girðingum með þröngum opum.
Mynd til vinstri: Stöðvunarlínur á hægribeygju akreinum við gatnamót eru ekki á réttum stað hér á landi. Bifreið sem stöðvuð er á “réttum” stað aftan við stöðvunarlínu er þá nær undantekningalaust yfir miðri gangbraut. Það heyrir einnig til undantekninga ef umferðarljós sem stýrð eru af málmskynjurum skynji umferð hjólreiðamanna.
Mynd til hægri: Gatnamót í Rotterdam í Hollandi. Hér er tveggja akreina hjólreiðabraut með skynjara aftan við stöðvunarlínu fyrir götuvita. Stöðvunarlínan á akbrautinni er þremur
metrum frá hjólreiðabrautinni. Engin götuviti er handan gatnamótanna. Umferðamannvirkið
eykur því öryggi og umferðasiðferði allra vegfarenda.
3 Reiðhjólastæði
Núverandi staða:
- Rörbogastæði sem má finna t.d. við Nauthólsvík eru til fyrirmyndar.
- Þau eru jarðföst úr sverum járnrörum sem valda tiltölulega litlu tjóni á reiðhjólum í samanburði við gjarðastæði.
- Engin yfirbygging eða skyggni yfir reiðhjólastæði.
- Ekki lýsing við öll reiðhjólastæði.
Gallar:
- Engin yfirbygging eða skyggni yfir reiðhjólastæði.
- Ekki lýsing við öll reiðhjólastæði.
- Rörbogastæðin eru ekki að finna við alla opinbera staði.
- Gjarðastæði eru enn að finna við opinberar stofnanir. Slík stæði geta skemmt gjarðir, styðja ekki við allar gerðir reiðhjóla og henta ekki í vindasamri veðráttu eða þar sem er mikill umgangur fólks.
- Rörbogastæðin geta rispað reiðhjól.
Framtíðarsýn:
- Fjölga stæðum við opinberar stofnanir.
- Finna þarf þeim skjólgóða staði eða sjá til þess að stæðin séu yfirbyggð.
- Mikilvægt er að hafa stæðin á áberandi, öruggum og vel lýstum stöðum, t.d. í bílastæðihúsum, sem næst inngangi fyrirtækja og þjónustustofnana.
- Verja þarf hjólreiðastæðin og reiðhjól sérstaklega fyrir ákeyrslum ef þau eru staðsett nálægt bifreiðum og bifreiðastæðum.
- Rörbogastæðin þurfa að vera lökkuð eða annað efni notað svo þau rispi ekki reiðhjólin.
- Dæmi um góða hönnun reiðhjólastæða við vinnustað er reiðhjólageymslan við hús Flugumferðastjórnar á Reykjavíkurflugvelli.
Rörbogastæðin eru vel heppnuð framkvæmd á vegum Reykjavíkurborgar.
Hjólageymslan framan við hús Flugumferðarstjórnar er alveg til fyrirmyndar. Þar eru hjólin í læstri og skjólgóðri geymslu við bílastæðið næst aðalinngangi stofnunarinnar.
4 Varnir við reiðhjólastuldum
Núverandi ástand:
- Enginn miðlægur gagnagrunnur þar sem að hægt er að skrá reiðhjól.
- Hjólreiðafélögin hafa ekki unnið markvisst í því að greina/kanna stuld reiðhjóla meðal félagsmanna.
- Tryggingafélögin hafa ekki haft samband við Landssamtök hjólreiðamanna vegna stolinna reiðhjóla.
- Allt bendir til lítils áhuga almennings á endurheimtingu hjóla sinna frá lögreglu.
Gallar:
- Vöntun á reiðhjólastæðum á áberandi, öruggum og vel lýstum stöðum
- Vöntun á miðlægum gagnagrunni þar sem að hægt væri að skrá hjól og tilkynna stuld.
Framtíðarsýn:
-
Setja þarf á laggirnar miðlægan gagnagrunn á internetinu þar sem að hægt verði að skrá upplýsingar um reiðhjól og eigendur.
- Skráningarnúmer hjóla frá almenningi.
- Tilkynningu um stuld frá lögreglu og almenningi.
- Upplýsingar um fundin hjól frá lögreglu og almenningi.
- Reiðhjólreiðastæði þurfa að vera á áberandi, öruggum og vel lýstum stöðum til að mest nýting fáist af þeim, og til að koma í veg fyrir stuld reiðhjóla og reiðhjólahluta.
Reykjavík, 10. ágúst 2004
Landssamtök hjólreiðamanna.
Minnispunktar frá Landssamtökum hjólreiðamanna f. Starfshóp Reykjavíkurborgar um hjólreiðar.
Sjá einnig samantekt frá Guðbjörgu Lilju Erlendsdóttur umferðarverkfræðingi sem unnin var fyrir hönd Landssamtaka hjólreiðamanna.
Minnisblað um aðstæður hjólreiðamanna til samgangna og aðgerðir til að bæta þær