Hjólum til framtíðar 2014
Okkar vegir - Okkar val
Iðnó í Samgönguviku, 19. september 2014
Föstudaginn 19. september 2014 var haldin fjórða ráðstefna Hjólafærni og Landssamtaka hjólreiðamanna í samgönguviku undir heitinu Hjólum til framtíðar, en sú fyrsta var haldin 2011.
Áherslan að þessu sinni var á fjölbreyttar ferðavenjur og val hvers og hvernig stuðla má að því að valið sé raunverulegt.
Yfirskriftin var sú sama og hjá evrópsku samgönguvikunni, Okkar vegir - Okkar val
Þrír fyrirlesarar komu erlendis frá en auk þeirra voru fjölmargir innlendir fyrirlesarar. Þeirra á meðal er Klaus Bondam, formaður dönsku hjólasamtakanna og fyrrum umhverfisborgarstjóri Kaupmannahafnar, Taco Anema frá Hollandi, frumkvöðull í hönnun og framleiðslu rafmagnshjóla og Hanne Bebendorf Scheller frá dönsku krabbameinssamtökunum með erindi um heilbrigði og samgöngur, lagt upp úr viðjum vanans.
Tengiliður: Sesselja Traustadóttir, s. 864 2776 eða
Samstarfsaðilar Hjólafærni og Landssamtaka hjólreiðamanna eru fjölmargir.
Veggspjald ráðstefnu og önnur grafík var hönnuð af Michael Tran
Veggspjald í prentgæðum: PDF