Hjólum til framtíðar 2014

Hjólum til framtíðar 2014

Okkar vegir - Okkar val

Iðnó í Samgönguviku, 19. september 2014


Föstudaginn 19. september 2014 var haldin fjórða ráðstefna Hjólafærni og Landssamtaka hjólreiðamanna í samgönguviku undir heitinu Hjólum til framtíðar, en sú fyrsta var haldin 2011.

Áherslan að þessu sinni var á fjölbreyttar ferðavenjur og val hvers og hvernig stuðla má að því að valið sé raunverulegt.

Yfirskriftin var sú sama og hjá evrópsku samgönguvikunni, Okkar vegir - Okkar val

Þrír fyrirlesarar komu erlendis frá en auk þeirra voru fjölmargir innlendir fyrirlesarar. Þeirra á meðal er Klaus Bondam, formaður dönsku hjólasamtakanna og fyrrum umhverfisborgarstjóri Kaupmannahafnar, Taco Anema frá Hollandi, frumkvöðull í hönnun og framleiðslu rafmagnshjóla og Hanne Bebendorf Scheller frá dönsku krabbameinssamtökunum með erindi um heilbrigði og samgöngur, lagt upp úr viðjum vanans. 

Dagskrá ráðstefnunnar var öll tekin upp og má sjá hér: Upptökur

Tengiliður: Sesselja Traustadóttir, s. 864 2776 eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Samstarfsaðilar Hjólafærni og Landssamtaka hjólreiðamanna eru fjölmargir.

Ráðstefnan var einnig send út beint á netinu.

Veggspjald ráðstefnu og önnur grafík var hönnuð af Michael Tran

Veggspjald í prentgæðum: PDF

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.