Hjólum til framtíðar 2015

 

Hjólum til framtíðar 2015

Veljum, blöndum & njótum!

Smárabíó í Smáralind, föstudaginn 18. september 2015 kl. 9 – 16

 

Ráðstefnan er 5. ráðstefnan undir heitinu Hjólum til framtíðar og hefur ævinlega verið haldin á föstudeginum í Evrópsku samgönguvikunni. Hún er haldin af Hjólafærni á Íslandi og Landssamtökum hjólreiðamanna í samvinnu við Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur, Kópavogsbæ, Garðabæ, Hafnafjörð, Seljtjarnarnes, Mosfellsbæ, Samgöngustofu, Vegagerðina, Mannvit, European Cyclist Federation, Íslenska fjallahjólaklúbbinn, Farfugla á Íslandi, Ferðamálastofu, ÍSÍ og Umhverfis- og Auðlindaráðuneytið.

Megintilgangurinn með ráðstefnunni er að leggja rækt við virka vegfarendur, ánægjuaukandi hjólreiðar, samfélagsleg framlegð og lýðheilsuþátt hjólreiða og skoða umhverfið sem við bjóðum í lífvænni borg.

Við huðum til landsins Dorthe Pedersen frá Cyklin uden alder, sem er einstaklega hlýtt og skemmtilegt samfélagsverkefni og hefur sannarlega slegið í gegn í Danmörk og víðar.  

Ráðstefnan var send út beint á netinu og upptökur má sjá hér: Dagskrá og upptökur

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.

Stuðningsaðilar ráðstefnunnar