Hjólum til framtíðar 2016

Hjólum til framtíðar 2016 - Hjólið og náttúran

Föstudaginn 16. september 2016 verður haldin sjötta ráðstefna Hjólafærni og Landssamtaka hjólreiðamanna undir heitinu Hjólum til framtíðar.

Áhersla ráðstefnunnar í ár er tileinkuð hjólreiðum og náttúrunni í tilefni þess að hún er haldin á Degi íslenskrar náttúru, sem er um leið upphafsdagur Evrópsku samgönguvikunnar.

Skráning á ráðstefnuna

Dagskrá ráðtefnunnar má lesa hér: Dagskrá

Eins og áður verður ráðstefnan send út beint á netinu. Til að fylgjast með útsendingunni er farið inn á þessa slóð: https://global.gotomeeting.com/join/948077581

Þeir sem ekki hafa áður tengst fjarfundi í gegnum Gotomeeting geta með góðum fyrirvara farið inn á: http://help.citrix.com/getready og eru þá fljótari að tengjast þegar ráðstefnan sjálf hefst.

Í ár byrjum við daginn á hjólabrúnum við Elliðaárvoginn kl. 9 og hjólum þaðan samferða í Hlégarð í Mosfellsbæ. Þar fáum við góðan morgunverð og setjum ráðstefnuna sjálfa kl. 10.

Hvar: Hlégarður í Mosfellsbæ + hjólað frá Elliðarárvoginum kl. 9

Hvenær: 16. september 2016, klukkan 10 (í Hlégarði) til 16

Tengiliður: Sesselja Traustadóttir, s. 864 2776 eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hjólum til framtíðar 2016 Veggspjald