Hjólum til framtíðar 2016

Hjólum til framtíðar 2016 - Hjólið og náttúran

Föstudaginn 16. september 2016 verður haldin sjötta ráðstefna Hjólafærni og Landssamtaka hjólreiðamanna undir heitinu Hjólum til framtíðar.

Áhersla ráðstefnunnar í ár er tileinkuð hjólreiðum og náttúrunni í tilefni þess að hún er haldin á Degi íslenskrar náttúru, sem er um leið upphafsdagur Evrópsku samgönguvikunnar.

Dagskrá ráðtefnunnar má lesa hér: Dagskrá

Eins og áður verður ráðstefnan send út beint á netinu.

Í ár byrjum við daginn á hjólabrúnum við Elliðaárvoginn kl. 9 og hjólum þaðan samferða í Hlégarð í Mosfellsbæ. Þar fáum við góðan morgunverð og setjum ráðstefnuna sjálfa kl. 10.

Hvar: Hlégarður í Mosfellsbæ + hjólað frá Elliðarárvoginum kl. 9
Hvenær: 16. september 2016, klukkan 10 (í Hlégarði) til 16
Tengiliður: Sesselja Traustadóttir, s. 864 2776 eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hjólum til framtíðar 2016 Veggspjald

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.

Stuðningsaðilar ráðstefnunnar