Hjólasöfnun Barnaheilla, hvers vegna söfnum við hjólum

Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi

 

Barnaheill – Save the Children á Íslandi vinna að bættum hag barna í gegnum málsvarahlutverk, forvarnir, fræðslustarf og verkefni. Hjólasöfnunin er liður í verkefninu Hreyfing og heilbrigði sem styrkt er úr áheitasjóði WOW Cyclothon og Barnaheilla. Verkefnið byggir á rétti barna til hreyfingar sem stuðlar að andlegu og líkamlegu heilbrigði. Safnað er fyrir börn sem eiga annars ekki kost á að eignast hjól. Yfir 400 viðgerðum hjólum hefur verið úthlutað í gegnum verkefnið á síðustu tveimur árum. 

Til baka á dagskrá ráðstefnu.