Hjólum til framtíðar 2013

 

Hjólum til framtíðar 2013

Réttur barna til hjólreiða

Iðnó í Samgönguviku, 20. september

 

Föstudaginn 20. september var haldin þriðja ráðstefna Hjólafærni og Landssamtaka hjólreiðamanna undir heitinu Hjólum til framtíðar, en sú fyrsta var haldin í samgönguviku 2011.

Áherslan að þessu sinni var á hvers vegna og hvernig best sé að styðja við hjólreiðar barna og ungmenna og reynslu af notkun reiðhjólsins í skóla- og frístundastarfi.

 

Tveir fyrirlesara komu erlendis frá en auk þeirra voru fjölmargir innlendir fyrirlesarar.

Tim Gill frá Bretlandi, sem m.a. heldur úti heimasíðunni Rethinking Childhood en hann er áhrifamikill talsmaður þess að veita börnum frelsi til að vera sjálfstæð innan borga og bæja. Erindi Tim Gills nefndist Cycling and mobility: happier and healthier children. Tim Gill flutti einnig erindi og tók þátt í málstofu hjá Háskóla Íslands fimmtudaginn 19. september.

Trine Juncher Jørgensen frá dönsku hjólreiðasamtökunum (Dansk cyklistforbund). Erindi hennar nefndist How to get children riding bicycles? En í því fjallaði hún um mikilvægi þess að börn læri og venjist því að hjóla frá unga aldri og sagði frá velheppnuðum herferðum sem beint er að börnum á leik- og grunnskólaaldri í Danmörku.

Dagskrá, glærur og upptökur: Dagskrá ráðstefnunnar

Tengiliður: Sesselja Traustadóttir, s. 864 2776 eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Veggspjald ráðstefnu og önnur grafík var hönnuð af Michael Tran

Hjólum til framtíðar 2013