Greinar og fréttir tengdar samgöngumálum í víðasta skilningi

Flokkur: Samgöngumál

Ný göngu- og hjólaleið sunnan Vífilsstaða malbikuð

Í frétt á vef Garðabæjar (11.05.2017) kemur fram að í síðustu viku hafi verið lokið við síðari áfanga í uppbyggingu nýrrar göngu- og hjólaleiðar milli byggðar og friðlands Vífilsstaðavatns þegar stígurinn þarna á milli var malbikaður.  Stígurinn liggur sunnan Vífilsstaða meðfram votlendi Vífilsstaðalækjar og Vatnsmýrar sem er affall Vífilsstaðavatns og hæðanna í kring.  Búið er að koma bekkjum og lýsingu meðfram stígnum sem er tæpur kílómetri að lengd.
Klippt á borðann
Flokkur: Samgöngumál

Nýjar hjóla- og göngubrýr opnaðar yfir Elliðaár

Í frétt á vef Reykjavíkurborgar kemur fram að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri opnaði tvær nýjar hjóla- og göngubrýr yfir Elliðaár mánudaginn 30. maí ásamt  350 metra hjóla- og göngustíg.  Þessi mannvirki bætast við ört stækkandi hjólastígakerfi borgarinnar en framkvæmt er eftir hjólreiðaáætlun Reykjavíkur.

Flokkur: Samgöngumál

Breytingar gatna góðar fyrir alla fararmáta

Samkvæmt nýrri skýrslu borgaryfirvalda í Austin Texas gengur umferðin greiðar fyrir sig og er öruggari eftir að akgreinum var fækkað úr fjórum í þrjár og hjólalreinum bætt við beggja vegna. Skýrslan fjallar um reynsluna af þessum breytingum á 37 stöðum síðastliðin 15 ár.