Greinar og fréttir tengdar samgöngumálum í víðasta skilningi

Flokkur: Samgöngumál

Svefnfriður á hjólabrautum

maalebil„Það er ekki nóg að leggja fullt af nýjum hjólabrautum ef við höldum þeim sem fyrir eru ekki í góðu standi. Barnið í hjólakerrunni á að geta sofið rólegt á leiðinni og hjólreiðamenn eiga ekki að þurfa að sveigja framhjá holum og misfellum á leiðum sínum“, er haft eftir Andreas Røhl sem stýrir hjólreiðaáætlun Kaupmannahafnar.

Flokkur: Samgöngumál

Net hjólaleiða um Bandaríkin

Ryfull_1308612675USBRSCorridorMapkið hefur verið þurrkað af 30 ára gamalli áætlun um uppbyggingu hjólaleiða um þver og endilöng Bandaríkin.
Á sínum tíma voru aðeins kláraðar tvær leiðir en nú er búið að samþykkja sex nýjar leiðir og 42 ríki hafa lýst yfir stuðningi við áætlunina.

Flokkur: Samgöngumál

Jafnræði samgöngumáta færð í lög

Að skapa rými fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur er lykilatriði þegar kemur að virkum og heilbrigður lífsstíl. Stjórnvöld í Wales hyggjast færa í lög lagaskyldu á sveita- og bæjarstjórnir að leggja til hjólaleiðir og gönguleiðir og viðhalda þeim líkt og verið hefur með götur og vegi. Þetta mun setja Wales í fremstu röð því þetta hefur hvergi verið leitt í lög áður samkvæmt þessari frétt frá Swelsh_cycling_1ustrans. Þetta er árangur fjögurra ára baráttu Cymru deildar Sustrans.

Flokkur: Samgöngumál

Nýjar reglur fyrir hjólreiðamenn

TrafficLights

Borgaryfirvöld í Stokkhólmi ræða nú um hvort heimila eigi hjólreiðamönnum að aka á móti rauðu ljósi og gegn umferð í einstefnugötum. Með þessu á að draga úr umferðarteppum og auðvelda 150.000 hjólreiðamönnum borgarinnar að komast á milli staða. Málið er umdeilt því sumir óttast að öryggi hjólreiðamanna sé teflt í hættu en aðrir benda á að flestir geri þetta hvort eð er og brjóti um leið lögin.

Flokkur: Samgöngumál

Hjólaborgin Reykjavík - Könnun á hjólaleiðum almennings

hjolakonnunTæplega níuhundruð ábendingar bárust í hjólakönnun Reykjavíkurborgar sem opnuð var í tilefni af átakinu „Hjólað í vinnuna“ í maí. 80% þeirra sem tóku þátt telja hjólaleið sína til og frá vinnu eða skóla vera örugga, 7% telja hana óörugga og 13% voru á báðum áttum. 85% svarenda voru karlar og 15 konur, þá voru 65% svarenda á aldursbilinu 25-44 ára.

Flokkur: Samgöngumál

Áratugur aðgerða í umferðaröryggismálum : Fjölgun hjólreiðamanna og bætt aðgengi lykill segir ECF

Í gær var haldið upp á upphaf  Áratugs aðgerða í umferðaröryggismálum, e: Decade of Action for Road Safety.  Engin getur verið ósamála því að það þurfi að gera meir til að draga úr mannfórnum í umferðinni.  En eins og svo oft áður, þá eru menn ekki alveg sammála um leiðirnar.  Evrópusamtök hjólreiðamanna, ECF, eru ánægð með margar af áherslunum sem yfirvöld og bílaklúbbar stinga upp á, en benda á að aukning í hjólreiðum sem kemur í stað ferðalaga á bilum sé ein af betri leiðunum til að draga úr hættu í umferðinni. Samtökin RoadPeace of Road Danger Reduction Forum á Bretlandi ganga lengur og benda á hvernig margt af því sem FIA hefur fengið WHO með í að velja sem lausnir, eru hlutir sem ganga ekki upp.

Flokkur: Samgöngumál

Hávaði frá bílum drepur. Hjólreiðar hluti af lausninni

6f9h3vfACc1ehkjx1TP8jQ9-P9BllJkLENW22zB36ScQÞað hefur lengi verið bent á að umferðarhávaði geti verið mjög heilsuspillandi. Nýlega birtist skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninnar WHO sem bendir til þess að ein milljón líf-ára tapist árlega í Evrópu af völdum umferðarhávaða.

Enn bætist við þá þekkingu sem undirstrikar að hjólreiðar til samgangna séu lausn við margs konar vanda.