Greinar og fréttir tengdar samgöngumálum í víðasta skilningi

Flokkur: Samgöngumál

Almennings-hjólaleiga í London

albertembankmentfullsize2_thumb1Eftir viku verður vígð almennings-hjólaleiga í London. Það byggir á sömu hugmyndafræði og hefur reynst svo vel í nokkrum öðrum stórborgum eftir að Paris ruddi brautina með sínu Velib kerfi. Hér er skemmtilegt myndbandi sem sýnir hversu auðvelt þetta er í notkun hvort sem fólk er búið að kaupa sér aðgangskort eða notar sín greiðslukort.

Flokkur: Samgöngumál

Öruggari flutningabílar

pic_15857_s1Í Danmörku hefur ný gerð flutningabíla verið í notkun í eitt ár. Bílarnir eru taldir draga úr líkum á svokölluðum hægribeygjuóhöppum en í þeim aka menn, sérstaklega ökumenn stórra bíla, til hægri í veg fyrir hjólreiðamann.

Flokkur: Samgöngumál

30 KÍLÓMETRAR AF HJÓLASTÍGUM Á NÆSTU 3 ÁRUM Í REYKJAVÍK

reykjavik_2013Umhverfis- og samgönguráð samþykkti í dag, 25. maí, drög að aðgerðaáætlun til næstu þriggja ára 2011-2014 um hjólaleiðir í borginni. Þar kemur fram að tíu kílómetrum verður árlega bætt við núverandi hjólaleiðir í Reykjavík, að hraðbraut fyrir hjól verði lögð milli Laugardals og miðborgar og brú gerð fyrir hjólandi og gangandi yfir Elliðaárósa yfir í Grafarvog.á

Sjá nánar:
http://www.reykjavik.is/DesktopDefault.aspx/tabid-757/521_read-21732/

Flokkur: Samgöngumál

Kaupmannahafnarborg spyr hjólreiðamenn

Kaupmannahafnarborg hefur nú sett upp heimasíðu til að hjólreiðamenn geti sent vísbendingar um það sem gæti eyðilagt goðan hjólreiðatúr.

Københavns kommune spørger cyklisterne

Københavns Kommune har lavet en hjemmeside, hvor københavnere kan give kommunen et praj om småting, der dagligt kan spolere en i øvrigt god cykeltur.

Flokkur: Samgöngumál

Danir vara við hliðarvegum

Danir mála nú aðvörunarmerki á götur til að hvetja öku- og hjólreiðamenn til að hafa auga með hvor öðrum á hliðarvegum en 40% slysa verða á minni gatnamótum.  

Flokkur: Samgöngumál

Hjólreiðaáætlun fyrir höfuðborgarsvæðið

rvk.isBorgarstjórn samþykkti á fundi sínum á þriðjudag sl. tillögu Samfylkingarinar um að Reykjavík hefði forystu um gerð heildstæðrar hjólreiðaáætlunar fyrir höfuðborgarsvæðið. Hún yrði unnin í samvinnu við önnur sveitarfélög og vegagerðina. Með áætluninni yrði stefnt að því að stórefla möguleika á notkun reiðhjóla á svæðinu með gerð hjólreiðastígakerfis um allt höfuðborgarsvæðið þar sem hjólreiðar eru hugsaðar sem fullgildur samgöngumáti innan svæðisins. Gerð heildstæðrar hjólreiðaáætlunar sem tæki til allra þátta sem máli skipta við að auka notkun reiðhjóla er mikilvægt skref í átt til þeirrar framtíðarsýnar.

Flokkur: Samgöngumál

Samgöngusamningar hvetja til vistvæns samgöngumáta

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og nokkrir starfsmenn ráðuneytisins skrifuðu í dag undir fyrstu samgöngusamningana sem ráðuneytið gerir við starfsmenn sína. Tilgangur þeirra er að hvetja til vistvæns samgöngumáta starfsmanna.

Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skrifaði undir fyrstu sex samningana og fleiri munu sigla í kjölfarið. Ráðherrann sagði við það tækifæri að með þessu væri ráðuneytið að leggja áherslu á að vera öðrum vinnustöðum fyrirmynd á þessu sviði.