Greinar og fréttir tengdar samgöngumálum í víðasta skilningi

Flokkur: Samgöngumál

Edinborg skipuleggur fyrir fólk

edinborgBorgarráð Edinborgar mun að öllum líkindum samþykkja á næstu dögum áætlun um breytingar á miðborginni, gera hana mannvænni og minnka umferð bifreiða. Áætlunin byggir meðal annars á ráðgjöf frá hinum þekktu Gehl Architects sem hafa stuðlað að djörfum breytingum víða, svo sem í stórborgunum Melbourne og New York.

Flokkur: Samgöngumál

Gps símar notaðir til að kortleggja hjólaleiðir

Screen_shot_2011-01-21_at_9.48.08_AMÍ San Fransisco hafa borgaryfirvöld um skeið notað upplýsingar úr GPS símum til að kortleggja leiðir hjólreiðamanna í borginni. Upplýsingunum er safnð í samvinnu við hjólreiðamenn sem eiga iPhone eða Android síma og vilja taka þátt í verkefninu.

Flokkur: Samgöngumál

Samgöngumiðstöðvar fyrir hjólafólk

bikestationÍ vaxandi mæli eru borgir víða um heim að leitast við að bæta aðstöðu hjólreiðafólks með ýmsum hætti og reyna þannig að stuðla að auknum hjólreiðum. Eitt sem víða vantar er góð aðstaða til að geyma reiðhjól. Hjólageymsluaðstaða við lestarstöðvar og aðrar miðstöðvar almenningssamgangna eru vel þekktar í mörgum evrópulöndum en nú fer þeim einnig fjölgandi í Bandarískum borgum. Í myndbandinu er lýst hvernig aðstaðan nýtist bæði þeim sem nýta sér almenningssamgöngur til að koma sér þangað og hjóla svo á nærliggjandi vinnustað, og líka þeim sem hjóla heiman frá sér, leggja hjólinu þarna og ganga síðan á nærliggjandi vinnustað.

Flokkur: Samgöngumál

Heimsins versta umferðarborgin horfir til reiðhjóla

beijingUmferðin í Peking er þungbærari ökumönnum en í nokkurri annari borg samkvæmt nýlegri alþjóðlegri könnun. Þar er horft til reiðhjólsins til að létta á samgöngukerfinu með því að setja upp almenningshjólakerfi líkt og stórborgir hafa verið að innleiða undanfarin ár með góðum árangri. Önnur úrræði sem þarna eru nefnd eru veggjöld inn á ákveðin svæði í borginni og takmörk á heildarfjölda bifreiða hins opinbera. Í fréttinni er einnig nefnt að Sjanghæ borg takmarkar fjölda þeirra bifreiða sem fá skráningu og hefur gert síðan 1986. 20. nóvember voru t.d. boðin upp 8,500 skráningarleyfi og var meðalverðið um 800.000 kr. (45,291 yuan / $ 6,807)

Flokkur: Samgöngumál

Skýrsla um sjálfbæra þróun í samgöngum

SkyrslaHarpaHildigunnurÚt er kominn skýrsla sem heitir Skipulag á höfuðborgarsvæðinu - sjálfbær þróun í samgöngum - áfangaskýrsla október 2010 (pdf 4,8 mb), eftir arkítektana Hörpu Stefánsdóttur og Hildigunni Haraldsdóttur. Hún fjallar um samgöngur hjólreiðamanna og gangandi vegfarenda en er hluti af stærra verkefni sem þær vinna að.

Harpa er nú í doktorsnámi í Noregi og vinnur að rannsókn á hjólreiðaumhverfi.

 

 

Flokkur: Samgöngumál

Lýðheilsan batnar í grænni Reykjavík

myndum-borgRæðumenn á málþinginu Myndum borg voru sammála um að berjast fyrir grænni borg til að bæta  lýðheilsu borgarbúa og gera borgina skemmtilegri. „Samgöngurnar eru sóknarfæri Reykvíkinga í grænu málunum, lýðheilsa eykst og umhverfið batnar,“ sagði Jón Gnarr borgarstjóri þegar hann setti málþingið á Samgönguviku og að Reykjavíkurborg yrði áfram í fararbroddi umhverfismála á Íslandi.

Flokkur: Samgöngumál

Þingmenn á fundahjóli

fundahjólÞessi mynd var tekin á evrópsku Samgönguvikunni þar sem nokkrir þingmenn á þingi Evrópusambandsins hjóluðu um á þessu skemmtilega fundahjóli.

Einn þingmaðurinn lét þau orð falla að það þyrfti að gera ráð fyrir hjólaleiðum í fjárveitingum til samgöngumála innan Evrópusambandsins samkvæmt þessari frétt.

Flokkur: Samgöngumál

Hjólahraðbrautir í London

bcsh-logo2Það er mikill metnaður stjórnvalda í London að hvetja til hjólreiða með ýmsum hætti og ein mikilvæg leið er að bæta aðstæður og aðbúnað hjólreiðafólks. Það er fátt jafn hvetjandi og vel hönnuð hjólabraut sem bíður upp á öruggar, greiðar og skilvirkar leiðir. Þar í borg eru áform um fjölda hjólahraðbrauta eða eins og þau kalla þær Cycle Superhighways og hafa tvær slíkar þegar verið vígðar.