Greinar og fréttir tengdar samgöngumálum í víðasta skilningi

Flokkur: Samgöngumál

Fleiri reiðhjól í Reykjavík

mbl111114bNýleg könnun í Reykjavík sýnir aukinn fjölda hjólreiðamanna í umferðinni
Borgin taldi yfir 3.500 hjól í haust

Talning á bílum og hjólum í umferðinni í Reykjavík í haust leiddi í ljós að hlutfall þeirra sem ferðast á reiðhjólum í stað bíla hefur meira en tvöfaldast, eða farið úr 0,49% í 1,26%, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu umhverfis- og samgöngusviðs. Árið 2009 voru talin 1.432 hjól en 3.561 árið 2011.

Flokkur: Samgöngumál

Gölluð gatnamót auka hættuna

mbl111114a

Nokkur gatnamót í Reykjavík og víðar á höfuðborgarsvæðinu eru óhentug og varasöm fyrir hjólreiðamenn en í mörgum tilvikum væri hægt að laga þau verulega, oft með litlum tilkostnaði. Gallana í hönnun þessara gatnamóta má oftar en ekki rekja til þess að þau voru gerð fyrir bíla og að hluta til fyrir gangandi vegfarendur. Ekkert virðist hafa verið hugsað um að einhverjum kynni að detta í hug að hjóla.

Flokkur: Samgöngumál

Nýr hjólastígur meðfram Vesturlandsvegi

Samgongustigur_Vesturlandsvegur_2011_001-1Föstudaginn 9. september síðastliðinn  var undirritaður samningur Mosfellsbæjar og Vegagerðarinnar um gerð hjóla- og göngustígs meðfram Vesturlandsvegi.  Um er að ræða samgöngustíg sem tengja mun núverandi stígakerfi í Mosfellsbæ við við sveitarfélagamörk við Reykjavík.  Möguleikar hjólreiðamanna að komast beina leið milli sveitarfélaganna verða því betri en verið hefur.
Flokkur: Samgöngumál

Hjólreiðaáætlun Kópavogs og athugasemdir

kop-DSC04674Í tilefni evrópskrar samgönguviku opnar Kópavogur nýjan athugasemdavef um hjólastíga í Kópavogi. Sem liður í opinni stjórnsýslu og samvinnu við íbúa bæjarins óskar bærinn nú eftir ábendingum um net hjólastíga sem gerð hefur verið tillaga um. Athugasemdafrestur er til 16. október 2011.

Kópavogur stefnir að því að auka veg hjólreiða sem samgöngumáta í sveitarfélaginu þannig að hjólreiðar séu aðgengilegur, skilvirkur og öruggur ferðamáti í bænum. Mikilvægt er að Kópavogsbúar og þeir sem eiga erindi í Kópavog geti komist leiðar sinnar á hjóli á auðveldan og öruggan hátt.
Flokkur: Samgöngumál

Þýskur stjórnsýsludómstóll fellir dóm um skyldunotkun hjólastiga

Beschilderung0112Þýskur ríkisstjórnsýsludómstóll dæmdi nýlega í máli sem fjallar um hvenær sveitarfélög mega setja upp boðmerki um skyldunotkun hjólastíga.  Dómurinn kveður á um að einungis sé leyfilegt að setja upp slík merki ef óvenju mikil hætta er á ferðinni. Leiðarljósið er að hjólandi eru ökumenn ökutækis og jafngildir bílstjórum með sömu réttindi á götunni.
Flokkur: Samgöngumál

ADFC er á móti skyldunotkun endurskinsvesta

EndurskinsvestiHin Þýsku landssamtök hjólreiðamanna (ADFC) gagnrýna tillögu Evrópuþingmannsins Dieter-Lebrecht Koch um að hjólandi vegfarendum verði gert skylt að klæðast endurskinsvestum. Tillagan er framlag þingmannsins í drögum að stefnu um umferðaröryggi í Evrópu árin 2011-2020. Að skylda notkun endurskinsvesta er ekki líklegt til að bæta öryggi hjólreiðamanna að áliti ADFC.

LHM tekur undir afstöðu ADFC, sem jafnframt er samhljóða afstöðu ECF, samtaka evrópskra hjólreiðafélaga.

Flokkur: Samgöngumál

Fljótari á reiðhjóli en í flugvél

carmageddon-07-16-11-023Það var mikill taugatitringur í bílaborginni Los Angeles þegar loka þurfti hraðbraut 405 meðan endurnýjuð var brú sem lá yfir hana. Það var spáð hamförum í líkingu við þær sem líst er í Biblíunni af úrtölumönnum sem töluðu um carmageddon sem er lagt út frá armageddon eða heimsenda.