Greinar og fréttir tengdar samgöngumálum í víðasta skilningi

Flokkur: Samgöngumál

Starfsfólkið taki upp nýja siði

Fyrirtæki og stofnanir eru í nýrri áætlun hvött til að móta samgönguáætlun og hvetja starfsfólk til að tileinka sér vistvænar samgöngur. Landspítalinn og fleiri stór fyrirtæki og stofnanir hafa gert samning við Strætó bs. og starfsfólk getur í krafti þeirra keypt sér árskort með talsverðum afslætti. Samningarnir eru víðtækir. Í þeim felst að fyrirtækin skuldbinda sig til að móta sér sína eigin samgöngustefnu, þar sem starfsfólkið er hvatt til að nýta sér aðra kosti en einkabílinn til að komast á milli staða.

Flokkur: Samgöngumál

Styrkja starfsfólk til að skilja bílinn eftir heima

mbl-111212b
  • Æ algengara að fyrirtæki geri samgöngusamninga við starfsfólk sitt Starfsfólkið skuldbindur sig til að hvíla einkabílinn og þess í stað hjóla, ganga eða taka strætó
  • Fær í staðinn mánaðarlegar greiðslur frá launagreiðandaMörg fyrirtæki átta sig á ávinningi þess að sem flestir gangi, hjóli eða taki strætó í vinnuna og hafa komið upp búningsklefum og sturtum.
  • Mörg fyrirtæki átta sig á ávinningi þess að sem flestir gangi, hjóli eða taki strætó í vinnuna og hafa komið upp búningsklefum og sturtum.
Flokkur: Samgöngumál

Göngustígar meðfram Grindavíkurvegi

Hjólað í Grindavík. mbl.is/RaxSkipulags- og umhverfisnefnd Grindavíkur leggur til að gerð verði verkáætlun um lagningu göngu- og hjólreiðastíga meðfram Grindavíkurveginum, að Reykjanesbraut. Vilhjálmur Árnason, formaður skipulags- og umhverfisnefndar, lagði fyrir nefndin drög og var samþykkt að leggja til við bæjarráð að gerð verði áætlun um lagningu göngu- og hjólreiðastíga. Í tillögunni felst að samráð verði haft við hagsmunaaðila innan ferðaþjónustunnar og síðan leitað samstarfs við Vegagerðina um lagningu stíganna. Nefndin leggur til að notast verði við vegstæði gamla Grindavíkurvegarins, þar sem því verður við komið.

Flokkur: Samgöngumál

Fleiri reiðhjól í Reykjavík

mbl111114bNýleg könnun í Reykjavík sýnir aukinn fjölda hjólreiðamanna í umferðinni
Borgin taldi yfir 3.500 hjól í haust

Talning á bílum og hjólum í umferðinni í Reykjavík í haust leiddi í ljós að hlutfall þeirra sem ferðast á reiðhjólum í stað bíla hefur meira en tvöfaldast, eða farið úr 0,49% í 1,26%, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu umhverfis- og samgöngusviðs. Árið 2009 voru talin 1.432 hjól en 3.561 árið 2011.

Flokkur: Samgöngumál

Gölluð gatnamót auka hættuna

mbl111114a

Nokkur gatnamót í Reykjavík og víðar á höfuðborgarsvæðinu eru óhentug og varasöm fyrir hjólreiðamenn en í mörgum tilvikum væri hægt að laga þau verulega, oft með litlum tilkostnaði. Gallana í hönnun þessara gatnamóta má oftar en ekki rekja til þess að þau voru gerð fyrir bíla og að hluta til fyrir gangandi vegfarendur. Ekkert virðist hafa verið hugsað um að einhverjum kynni að detta í hug að hjóla.

Flokkur: Samgöngumál

Nýr hjólastígur meðfram Vesturlandsvegi

Samgongustigur_Vesturlandsvegur_2011_001-1Föstudaginn 9. september síðastliðinn  var undirritaður samningur Mosfellsbæjar og Vegagerðarinnar um gerð hjóla- og göngustígs meðfram Vesturlandsvegi.  Um er að ræða samgöngustíg sem tengja mun núverandi stígakerfi í Mosfellsbæ við við sveitarfélagamörk við Reykjavík.  Möguleikar hjólreiðamanna að komast beina leið milli sveitarfélaganna verða því betri en verið hefur.
Flokkur: Samgöngumál

Hjólreiðaáætlun Kópavogs og athugasemdir

kop-DSC04674Í tilefni evrópskrar samgönguviku opnar Kópavogur nýjan athugasemdavef um hjólastíga í Kópavogi. Sem liður í opinni stjórnsýslu og samvinnu við íbúa bæjarins óskar bærinn nú eftir ábendingum um net hjólastíga sem gerð hefur verið tillaga um. Athugasemdafrestur er til 16. október 2011.

Kópavogur stefnir að því að auka veg hjólreiða sem samgöngumáta í sveitarfélaginu þannig að hjólreiðar séu aðgengilegur, skilvirkur og öruggur ferðamáti í bænum. Mikilvægt er að Kópavogsbúar og þeir sem eiga erindi í Kópavog geti komist leiðar sinnar á hjóli á auðveldan og öruggan hátt.