Greinar og fréttir tengdar samgöngumálum í víðasta skilningi

Flokkur: Samgöngumál

Nýr göngu- og hjólastígur á Akureyri

Í Vikudegi á Akureyri er frétt 23. október um nýjan göngu- og hjólreiðastíg á Akureyri.:

Nýr göngu- og hjólastígur á Akureyri
Nýr 400 metra göngu- og hjólastígur meðfram Glerá, á milli Hjalteyrargötu og Hörgárbrautar hefur verið lagður. Á næsta ári á svo að gera stig niður að sjó og norður i Sandgerðisbót.

Flokkur: Samgöngumál

Brú yfir Fossvog góð samgöngubót

Ný brú yfir Fossvog yrði góð samgöngubót fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Aðeins tæki fimm mínútur að ganga yfir brúna en núna leggja vegfarendur lykkju á leið sína fyrir Fossvoginn en umferð gangandi og hjólandi vegfarenda um botn Fossvogs er um 500 til 1000 á dag og fer vaxandi.

Flokkur: Samgöngumál

Reiðhjól í Reykjavík á grænu ljósi

Á hinni nýju hjólaleið frá Hlemmi að Elliðaám verða sérstök umferðarljós fyrir hjólreiðafólk á sex stöðum.  Í fyrramálið kl. 10:00, miðvikudaginn 27. febrúar, verða ljósin yfir Sæbraut við Súðarvog gangsett.  Á þeim stað hefur verið komið fyrir skynjurum sem kalla eftir þörfum á græna ljósið fyrir hjólreiðafólk sem er á leið þvert yfir Sæbrautina.   

Flokkur: Samgöngumál

Ný stígatenging milli Garðabæjar og Hafnarfjarðar

Þegar svartasta skammdegið hörfaði birtist nýmalbikaður og upplýstur stígur frá Setbergshverfi í Hafnarfirði inn í Kauptún í Garðabæ. Stígurinn tengist stíg þvert yfir Garðahraun að Flatahverfi. Þarna er því orðinn til 2,3 km samfelldur kafli sem fer einungis yfir eina götu við mislæg gatnamót við Urriðaholt. Landslag hefur unnið að stígaskipulagi í Garðabæ og tekur nú þátt í að undirbúa næstu áfanga.

Flokkur: Samgöngumál

Nýr stígur tengir Mosfellsbæ og Reykjavík

Hjólasveinar og meyjar glöddust innilega í dag er nýr hjóla- og göngustígur milli Mosfellsbæjar og  Reykjavíkur var formlega tekinn í notkun af borgarstjóra, bæjarstjóra Mosfellsbæjar og vegamálastjóra. Eftir að klippt hafði verið á borða stigu hjólasveinar og meyjar á reiðhjól sín og héldu með klingjandi bjölluhljóm eftir stígnum.

Flokkur: Samgöngumál

Brú yfir Kópavog

kopavogsbruBorgarstjóri telur mögulegt að ný hjóla- og göngubrú úr Vatnsmýrinni yfir í Kársnesið geti orðið að veruleika á þarnæsta ári. Endanleg ákvörðun um byggingu hennar hefur þó enn ekki verið tekin en kostnaður gæti verið allt að einn milljaður króna.

Hugmyndir um að reisa 300 metra brú fyrir hjóla- og göngufólk yfir Fossvoginn frá Vatnsmýrinni yfir í Kársnesið í Kópavogi eru ekki nýjar af nálinni. Sumarið 2008 voru voru þær kynntar íbúum á fundi. Síðan þá hefur þó brúin þó verið lítið annað en hugmynd þar til nú að skriður virðist vera kominn á málið.

Flokkur: Samgöngumál

Göngubrú og samgöngustígur í Mosfellsbæ

Göngubrú og samgöngustígur í MosfellsbæÖgmundur Jónasson innanríkisráðherra klippti tvívegis á borða í dag 28. júní til að opna formlega göngubrú við Krikahverfi í Mosfellsbæ og samgöngustíg meðfram Vesturlandsvegi. Hann naut aðstoðar Hreins Haraldssonar vegamálastjóra og Haraldar Sverrissonar bæjarstjóra í Mosfellsbæ. Blíðskaparveður setti mark sitt á klippingarnar sem og söngur barnanna úr Krikaskóla.

Vegamálastjóri minnti og á að göngubrúin væri umferðaröryggismál og þótt stundum mætti heyra annað þá væri Vegagerðin stöðugt að sinna umferðaröryggi, það væri ekki bara eitt af helstu markmiðum Vegagerðarinnar heldur líka keppikefli að vinna vel í þeim málaflokki.

Flokkur: Samgöngumál

Tímamótasamningur um átak í gerð hjólreiða- og göngustíga

GPM_0068Hreinn Haraldsson vegamálastjóri og Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs undirrituðu í dag samkomulag sem leggur grunninn að áframhaldandi uppbyggingu hjólreiða- og göngustíga í Reykjavík. Kostnaður við framkvæmdir sem tengjast samningnum er áætlaður um 2 milljarðar króna.

Samkomulagið felur í sér að Vegagerðin greiði helming kostnaðar við ákveðna hjólreiða- og göngustíga og byggir það á vegalögum og nýsamþykktum samgönguáætlunum. Gengið var frá samkomulagi um verkefni ársins 2012 sem eru Suðurlandsbraut (Hlemmur - Elliðaárósar) og á Vesturlandsvegi.