Safn af skemmtilegum myndböndum

David Byrne's A Poem to Cyclists

Hér er ljóðræn samantekt íslandsvinarins David Byrne á minnistæðum augnablikum úr kvikmyndasögunni:

„David Byrne, an avid cycler in addition to the lead singer of Talking Heads, wrote and arranged the following video, which is a "poem to the bicycle and the people who ride them." This was shown at the 2011 International Green Energy Economy Conference in Washington DC“

Hálshnjúkur Downhill

Myndband á YouTube: Hermann Þór Hauksson

Hjólað niður gönguleið á Hálshnjúk að Vöglum ofan Vaglaskógar í Fnjóskadal 17. ágúst 2014.
400 m lækkun á 1,9 km.
GPS slóð: http://is.wikiloc.com/wikiloc/view.do...

Downhill mountain bike ride from the mountain Hálshnjúkur to Vaglir, above the forest Vaglaskógur in Fnjóskadalur valley, Iceland, August 17 2014.
400 m descent, in a 1.9 km long track.
GPS trail: http://www.wikiloc.com/wikiloc/view.d...

Mongoose Boot'r Foreman 2011
GoPro HERO3+ Black Edition (1920x1080p, 60fps, SuperView)

The Blue Lagoon Challenge 2014

Hafsteinn Ægir Geirsson og María Ögn Guðmundsdóttir sigruðu í The Bluelagoon Challenge 2014

Frábær stemning var í The Blue Lagoon Challenge fjallahjólakeppninni sem fór fram í dag í 19. skipti. Veðrið lék við keppendur á Suðurnesjum í dag en hjólað var frá Hafnar­f­irði um Krýsu­vík­ur­veg, inn Djúpa­vatns­leið, vest­ur Suður­strand­ar­veg og endað við Bláa lónið. Nýtt þátttakendamet var slegið er ríflega 600 keppendur fóru leiðina í dag sem er um 60 kílómetrar. Fjölmargir útlendingar lögðu leið sína til Íslands til að taka þátt í keppninni.

Aðstæður til keppni voru frábærar og lék veðrið við keppendur, hægur vindur og bjartviðri. Aðstæður í keppnisbrautinni voru góðar. Djúpavatnsleið var þó nokkuð grýtt á köflum en keppt var í rallý á veginum í morgun og reyndust sumar lausgrýttar brekkurnar mörgum keppendum erfiðar.

Keppnin gekk að langmestu leyti slysalaust fyrir sig þó var eitt viðbeinsbrot og nokkrir komu skrámaðir í mark.

Sigurvegari í karlaflokka var Hafsteinn Ægir Geirsson eftir harða baráttu við bræðurna Óskar og Ingvar Ómarssyni.
Í kvennaflokki sigraði María Ögn Guðmundsdóttir örugglega en Margrét Pálsdóttir og Kristrún Lilja Júlíusóttir böruðust um annað sætið, Margrét hafði betur.
Sú nýbreytni var í ár að halda keppnina síðdegis á laugardegi. Með því móti hafa keppendur Bláa lónið nánast útaf fyrir sig í lok keppninnar og myndaðist frábær stemning við verðlaunaafhendingu.

Nánari upplýsingar um keppnina á hfr.is og www.bluelagoonchallenge.com

The Blue Lagoon Challenge 2013

Veðrið var nokkuð gott í byrjun dags en þó var ljóst að einhver bleyta yrði á leiðinni og jafnvel rigning meðan á keppni stóð.
Strax við byrjun skráningar stefndi í góða mætingu og enn eitt árið var slegið þátttökumet, en 536 keppendur voru skráðir og þar með lang stærsta hjólamót sem haldið hefur verið á Íslandi.

Nánari upplýsingar um keppnina á hfr.is og www.bluelagoonchallenge.com

 

Subcategories

Fólk er hvatt til að hjóla í vinnuna með ýmsum hætti um allan heim. Myndböndin frá Ungverjalandi eru í sérstöku uppáhaldi hjá okkur.

Það gleður okkur alltaf að sjá hjóli bregða fyrir í tónlistarmyndbandi og enn meira ef það er í aðalhlutverki

Fjallahjólaklúbburinn er öflugur í því að sýna myndbönd úr starfseminni.

HFR og fleiri eru öflug í því að setja inn myndbönd úr keppnum og fleiri viðburðum. Einnig eru hér nokkur myndbönd frá einstaklingum.

Fræðslumyndbönd Samgöngustofu (áður Umferðarstofa) sem unnin voru í samvinnu við LHM.

Hér er fjallað um hjólreiðar á götum, hjólreiðar á stígum og hvernig ökumenn bifreiða geta sem best sýnt hjólandi tillitssemi og dregið úr slysahættu.

Einnig er eitt myndband frá FÍB sem á að minna ökumenn að líta í baksýnisspegilinn og hafa hjól í huga, bæði reiðhjól og bifhjól.