
Blandaðu flandrið
Maður þarf ekkert að hætta að nota bílinn, bara hætta að nota hann alltaf - umhugsunarlaust.
Kynningarmyndband fyrir Evrópska samgönguviku um fjölbreytta ferðamáta.
Fræðslumyndbönd Samgöngustofu (áður Umferðarstofa) sem unnin voru í samvinnu við LHM.
Hér er fjallað um hjólreiðar á götum, hjólreiðar á stígum og hvernig ökumenn bifreiða geta sem best sýnt hjólandi tillitssemi og dregið úr slysahættu.
Einnig er eitt myndband frá FÍB sem á að minna ökumenn að líta í baksýnisspegilinn og hafa hjól í huga, bæði reiðhjól og bifhjól.
Maður þarf ekkert að hætta að nota bílinn, bara hætta að nota hann alltaf - umhugsunarlaust.
Kynningarmyndband fyrir Evrópska samgönguviku um fjölbreytta ferðamáta.
Meginmarkmið átaksins Hjól í huga er að efla vitund ökumanna um hjólafólkið í umferðinni – hina óvörðu vegfarendur á reiðhjólum og vélhjólum. Nánari upplýsingar um umferðaröryggisátak FÍB: Hjól í huga
Myndbandir og átakið er endurgerð átaks bresku systursamtaka FÍB, The AA sem hét Now You See Me. Í Bretlandi er vinstri umferð og því ekki hægt að nota myndbandið óbreytt hér.
Hér er fjallað um nokkur þau atriði sem bílstjórar verða að hafa í huga varðandi umferð hjólandi vegfarenda og öryggi þeirra
Heimilt er að hjóla á gangstígum en þó með þeim fyrirvara að hjólandi vegfaranda ber að veita gangandi forgang og sýna þeim tillitsemi. Hér er fjallað um hvernig hjólandi vegfarandi getur sem best tryggt öryggi sitt og gangandi á gangstígum.
Í þessari mynd er fjallað um nokkrar af þeim reglum sem almennt gilda um umferð hjólandi vegfarenda á akbrautum.