Stefnumótun í þessu samhengi byggir á þekkingu sem sálfræðin getur meðal annars veitt. Ungt fólk er líklega mikilvægasti markhópur samfélagsins þegar kemur að því að hvetja til breytinga í hegðun. Sálfræðin leitar skýringa á mótun hegðunnar og gerir það með hegðunarmódelum og hugtakarömmum þar sem leitast er við að skýra helstu áhrifavalda samgönguvals og hvernig þessir áhrifavaldar mótast frá barnsaldri. Þessi kynning mun fjalla um tvær nálganir til að skýra mótun sálfélagslegra áhrifavalda, annars vegar í gegnum félagsmótun og hinsvegar í gegnum „mobility biography“ nálgun og bera saman við niðurstöður úr doktorsverkefni höfundar sem byggir á gögnum frá 15 ára dönskum ungmennum.