Andri Snær Magnason - Samgönguframtíð Íslendinga

Sýnir myndin íslenska ósigurbogann? Athyglisverðar hugleiðingar um samgönguframtíð Íslendinga og hvort gatnakerfi nútímans sé ekki bara snjóbræðslukerfi hannað til að bræða jökla og af hverju. Viljum við kannski búa á sjávarlóð uppi í Breiðholti?

Við höldum áfram að skapa innviði sem virðast gera ráð fyrir stöðugum vexti, þessari jörð sem á endalaust að geta tekið við aukinni ásókn í auðlindir, skóga og vatn, sem gerir ráð fyrir að lofthjúpurinn sé ekki endanleg auðlind heldur eitthvað sem geti tekið endalaust við milljón árum af sólskyni – allt í einu ætlum við að brenna því upp í loftið á nokkrum árum. Það er svo áhugavert að við sköpum eitthvað eins og þetta hringtorgi þar sem fólki er nánast gert ókleyft að komast til vinnu eða annað nema að vera á vélknúnu ökutæki. Ef geimvera kæmi og sæi að tveir menn kæmu út úr Háskólanum og hannaði þetta meðan hinn rannsakaði eyðingu jöklanna þá myndi geimveran áætla að markmiðið með þessu væri að bræða jöklana. Hann myndi kalla þetta snjóbræðslukerfi.