Drög að reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra

Landssamtök hjólreiðamanna (LHM) hafa skoðað drög að reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra sem auglýst er í samráðsgátt stjórnvalda.
 
LHM telja að í stórum dráttum hafi vel tekist til með endurskoðun reglugerðarinnar. Breytt flokkun umferðarmerkja með forgangsmerkjum og sérreglumerkjum er skýrari en í eldri reglugerð og stendur nær alþjóðlegum sáttmálum. Breytingar eru auk þess til bóta og ný umferðarmerki eru í takt við breyttar áherslur í samgöngumálum. Það má velta fyrir sér að umferðarmerki skuli áfram vera með gulum grunnlit í viðvörunarmerkjum og bannmerkjum þar sem aðrar þjóðir í Evrópu utan Finnland og Svíþjóð nota hvítan grunnlit. Að Ísland skuli skera sig úr að þessu leyti virðist vera óþarfi en væntanlega mundi fylgja því mikil kostnaður að breyta grunnlitnum.
 
Samandregið gerði LHM eftirfarandi athugasemdir og tillögur við drögin:
  1. Það vantar merki sem minnir á 1,5 m hliðarbil þegar ekið er fram úr reiðhjólum.
  2. Velta má fyrir sér hvort það sé skynsamlegra að merkja stíga fremur með upplýsingamerkjum heldur en með boðmerkjum.
  3. Í skilti sem merkir hjólareinar er e.t.v. skynsamlegra að hafa brotna línu fremur en heilrenda línu.
  4. Setja þarf skilgreining á hjólagötum í umferðarlög og laga reglur um hjólagötur í drögunum. LHM er hlynnt því að hjólagötur verði í reglugerð um umferðarmerki.
  5. Huga þarf að hvernig má koma fyrir merking götuheitis í framhaldi af stíg í botngötu.
  6. Það vantar undirmerki fyrir merkingu hjólastefnu á hjólastíg, sem sýnir einstefnu og tvístefnu.
  7. Það vantar stólpa til afmörkunar akstursstefna á hjólastíg og til að takmarka umferð vélknúinna ökutækja á stígum.
  8. Samræming í notkun merkja. Nauðsynlegt er að hafa dæmi sem sýna rétta notkun merkja.
 
 
   Drög að reglugerð um umferðarmerki í samráðsgátt.
 
 
   Umsögn LHM.
 
 

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.