Kvöldferð með ráðstefnugesti Hjólum til framtíðar 2014

Föstudaginn 19. september 2014 var haldin fjórða ráðstefna Hjólafærni og Landssamtaka hjólreiðamanna undir heitinu Hjólum til framtíðar, en sú fyrsta var haldin í samgönguviku 2011. Ráðstefnan er haldin í samstarfi við fjölmarga aðila.

Sú hefð hefur skapast að hjóla stutta kvöldferð með ráðstefnugestum kvöldið fyrir ráðstefnu og gefa þeim smá nasasjón af aðstæðum til hjólreiða í borginni líkt og sést hér.
Nánar um ráðstefnuna hér: http://www.lhm.is/lhm/2014-okkar-vegi...
Myndataka og klipping: Páll Guðjónsson
Tónlist: BistroBoy - http://bistroboy.net/

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.

Nýjustu umsagnir LHM og önnur skjöl