Fyrsta loftlausa, keðjulausa verksmiðjuhjólið.

rugged-img02“Rugged cycle” er ný tegund hjóla sem eru hönnuð fyrir jarðolíuiðnaðinn og er hugmynd Vince nokkurs Denais fyrrum svæðisstjóra í Texas. Verksmiðjustarfsmenn notuðu hjól til ferðast hratt á milli en oft var sprungið á dekkjum og hjólin ryðguð. Þau voru gagnslaus eða óörugg að hans mati. Hann í samstarfi við NASA verkfræðinginn föður sinn og bróður sinn með þekkingu á málmvinnslu hönnuðu hjólið og hófst framleiðsla árið 2007 og er það framleitt í tólf manna fjölskyldufyrirtæki í Corpus Christi.

Hjólin eru gerð er gegnheilu pólýúretani sem er líkt og dekk hjólabretta en er þó heldur mýkra. Stellið er úr áli og ryðfríu stáli. Notað er drifskaft í stað keðju. Notuð er duftforma plast húðun á suma hluti til að gera það endingarbetra og ryðþolnara. Að sögn Denis er þetta skothelt reiðhjól. Hjólið hentar einkum fyrir flota þar sem lítils viðhalds er þörf og yfirborð slétt. Uppgefið verð á heimasíðu er 1100 dollarar.

Sjá frétt hér og heimasíðu framleiðanda: ruggedcycles.com

ruggedcycles-18

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.