Verður kona fyrst til að hjóla á Suðurpólinn?

Hin breska Maria Leijerstam stefnir á að verða fyrst til að hjóla á Suðurpólinn. Leiðin liggur um eitt harðgerasta svæði jarðar og eins og sést á myndinni fyrir ofan er farartækið þriggja hjóla dogg hjól (e: recumbent trike). Hún æfði meðal annars á Íslandi og þó hún ætli að ferðast þetta ein og óstudd er trukkur frá hinu íslenska fyrirtæki Arctic trucks ekki langt undan ef eitthvað kemur upp á og hér sést hún m.a. við æfingar á Íslandi. Maria valdi sér leið sem ekki hefur verið farin áður.

Nánar má lesa um ferðalagið á heimasíðunni White Ice Cycle þar sem einnig má lesa blogg Maríu: www.whiteicecycle.com

Sjá nánar frétt road.cc og hér má lesa um framleiðanda hjólsins:  http://www.icetrikes.co/community/ice-blog

En hún er ekki ein að reyna að verða fyrst til að hjóla á Suðurpólinn því samkvæmt þessari frétt eru tveir aðrir á sömu leið ein á hefðbundnari hjólum. Það er því æsispennandi kapphlaup um hver verður fyrstur til að hjóla á Suðurpólinn.

 

Hér má lesa meira um ferðalag Menendez Granados: http://www.bbc.co.uk/news/world-europe-24728869

 

Daniel Burton bloggar um sitt ferðalag hér: http://epicsouthpole.blogspot.com/

Reyndar varð önnur kona, Helen Skelton, fyrst til að koma hjólandi til Suðurpólsins en þar sem hún notaðist  við fleiri fararmáta og hjólaði aðeins 103 mílur af leiðinni lendir það ferðalag í öðrum flokki.

 

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.