Kynning á erindi
Ein af þeim aðgerðum sem lögð er áhersla á í Hjólreiðaáætlun Reykjavíkur 2015-2020 eru betri leiðarvísar á hjólaleiðum. Í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 er einnig lögð áhersla á að sveitarfélögin á svæðinu samræmi merkingar á lykilleiðum hjólreiða sem tengja sveitarfélögin.
Starfshópur sveitarfélaganna, með aðstoð ráðgjafa og Vegagerðarinnar, hefur nú ákveðið hvaða hjólaleiðir á að merkja með samræmdum hætti, hannað kerfi merkinga að erlendri fyrirmynd og gefið út leiðbeiningar um merkingar lykilleiða fyrir tæknimenn sveitarfélaga og hönnuði.
Unnið er að nánara skipulagi skilta á lykilleiðum innan Reykjavíkur og vonast er til að þau verði sett upp árið 2017. Sjá kort PDF.
