Merkingar lykilleiða á höfuðborgarsvæðinu

Þorsteinn R. Hermannsson

Samgönguverkfræðingur M.Sc. Samgöngustjóri Reykjavíkur frá vori 2016, ráðgjafi hjá Mannviti verkfræðistofu fram að því.

 

Kynning á erindi

Ein af þeim aðgerðum sem lögð er áhersla á í Hjólreiðaáætlun Reykjavíkur 2015-2020 eru betri leiðarvísar á hjólaleiðum. Í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 er einnig lögð áhersla á að sveitarfélögin á svæðinu samræmi merkingar á lykilleiðum hjólreiða sem tengja sveitarfélögin.

Starfshópur sveitarfélaganna, með aðstoð ráðgjafa og Vegagerðarinnar, hefur nú ákveðið hvaða hjólaleiðir á að merkja með samræmdum hætti, hannað kerfi merkinga að erlendri fyrirmynd og gefið út leiðbeiningar um merkingar lykilleiða fyrir tæknimenn sveitarfélaga og hönnuði.

Unnið er að nánara skipulagi skilta á lykilleiðum innan Reykjavíkur og vonast er til að þau verði sett upp árið 2017. Sjá kort PDF.

 
merktar hjólaleiðir

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.

Stuðningsaðilar ráðstefnunnar