Fjallahjólaferðir um hálendi Íslands

Magne Kvam

stofnaði Icebike Adventures árið 2008.  Frumkvöðull í ferðamennsku á fjallahjólum á Íslandi. Starfaði í 20 ár sem grafískur hönnuður en einbeitir sér nú að rekstri Icebike Adventures

 

Fjallahjólaferðir um hálendi Íslands

Icebike Adventures skipuleggur fjallahjólaferðir um hálendi Íslands, þyrluhjólaferðir og fatbike (breiðhjóla) ferðir.  Magne ræðir mismunandi tegundir ferða og hvað þær eiga allar sameiginlegt: Að upplifa náttúruna á hjóli. 5 mínútna myndband sýnir þyrluhjólaferð og sumarferðir hjá Icebike Adventures.

Viðskiptavinir Icebike Adventures eru á öllum aldri og fjölmörgum þjóðernum en eiga það sameiginlegt að vera náttúru-unnendur og fjallahjólarar. Magne ræðir mismunandi ferðalanga og segir frá vaxandi  þætti í starfseminni, vetrarhjólreiðum.

Magni mun einnig horfa til framtíðar og hvað þurfi til að byggja upp fjallhjólaferðamennsku á landinu og hvert eraðgengi fjallahjólara að stígum sem nú þegar eru til.