Fjallahjólaferðir um hálendi Íslands

Magne Kvam

stofnaði Icebike Adventures árið 2008.  Frumkvöðull í ferðamennsku á fjallahjólum á Íslandi. Starfaði í 20 ár sem grafískur hönnuður en einbeitir sér nú að rekstri Icebike Adventures

 

Fjallahjólaferðir um hálendi Íslands

Icebike Adventures skipuleggur fjallahjólaferðir um hálendi Íslands, þyrluhjólaferðir og fatbike (breiðhjóla) ferðir.  Magne ræðir mismunandi tegundir ferða og hvað þær eiga allar sameiginlegt: Að upplifa náttúruna á hjóli. 5 mínútna myndband sýnir þyrluhjólaferð og sumarferðir hjá Icebike Adventures.

Viðskiptavinir Icebike Adventures eru á öllum aldri og fjölmörgum þjóðernum en eiga það sameiginlegt að vera náttúru-unnendur og fjallahjólarar. Magne ræðir mismunandi ferðalanga og segir frá vaxandi  þætti í starfseminni, vetrarhjólreiðum.

Magni mun einnig horfa til framtíðar og hvað þurfi til að byggja upp fjallhjólaferðamennsku á landinu og hvert eraðgengi fjallahjólara að stígum sem nú þegar eru til.

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.

Stuðningsaðilar ráðstefnunnar