Berglind Hallgrímsdóttir - Hraðhjólabraut: forsendur og möguleikar

Á Íslandi er hlutfall hjólandi í umferðinni á nokkurri uppleið, en til að stuðla að fjölgun hjólandi má líta til annarra landa þar sem lagðar hafa verið svokallaðar hjólahraðbrautir. Þetta eru hjólaleiðir sem bjóða upp á að farið sé hraðara yfir en fyrst og fremst að veita hjólandi forgang. Slíkar brautir eru einkum lagðar milli þéttbýliskjarna sem er langt á milli, til að hvetja fólk til að hjóla lengri vegalengdir. Helstu kröfur til slíkra brauta eru að þær séu breiðar, með aflíðandi legu, góða stígsýn og slétt yfirborð, aðskildar frá annarri umferð og með forgang og vel merktir þar sem ólíkir ferðamátar mætast. Skoðaður var möguleiki á slíkri braut á höfuðborgarsvæðinu og þá á milli Mosfellsbæjar og miðbæjar Reykjavíkur. Niðurstaðan er að mögulegt er að gera hjólahraðbraut á Íslandi, spurningin er bara hvar, hvernig og hver er tilbúin til þess?

 

Berglind Hallgrímsdóttir, Umferðarverkfræðingur með MSc og PhD frá Lunds Tekniska Högskolan, þar sem áhersla var á aðgengi og öryggi gangandi vegfarenda.

 

Glærur frá erindi

Á Íslandi er hlutfall hjólandi í umferðinni á nokkurri uppleið, en til að stuðla að fjölgun hjólandi má líta til annarra landa þar sem lagðar hafa verið svokallaðar hjólahraðbrautir. Þetta eru hjólaleiðir sem bjóða upp á að farið sé hraðara yfir en fyrst og fremst að veita hjólandi forgang. Slíkar brautir eru einkum lagðar milli þéttbýliskjarna sem er langt á milli, til að hvetja fólk til að hjóla lengri vegalengdir. Helstu kröfur til slíkra brauta eru að þær séu breiðar, með aflíðandi legu, góða stígsýn og slétt yfirborð, aðskildar frá annarri umferð og með forgang og vel merktir þar sem ólíkir ferðamátar mætast. Skoðaður var möguleiki á slíkri braut á höfuðborgarsvæðinu og þá á milli Mosfellsbæjar og miðbæjar Reykjavíkur. Niðurstaðan er að mögulegt er að gera hjólahraðbraut á Íslandi, spurningin er bara hvar, hvernig og hver er tilbúin til þess?

 

Berglind Hallgrímsdóttir, Umferðarverkfræðingur með MSc og PhD frá Lunds Tekniska Högskolan, þar sem áhersla var á aðgengi og öryggi gangandi vegfarenda.

 

Glærur frá erindi

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.

Stuðningsaðilar ráðstefnunnar