Hjólum til framtíðar 2017 - ánægja og öryggi

Föstudaginn 22. september 2017 höldum við sjöundu ráðstefnu Hjólafærni og Landssamtaka hjólreiðamanna undir heitinu Hjólum til framtíðar.

Meginþema ráðstefnunnar í ár er ánægja og öryggi hjólandi vegfarenda með lausnamiðuðu ívafi fyrir léttflutninga í þéttbýli. 

Við höfum boðið til landsins Ton Daggers, sem er hollenskur sérfræðingur um þróun nytjahjóla og nýtingu á þeim í borgum. Á erlendum málum eru nytjahjólin oft kölluð cargo bike, rickshaw og sitthvað fleira - svona allt eftir því til hvers á að nota þau. Hann mun einnig fjalla um öryggi hjólandi vegfarenda.  

Á meðal annarra erinda eru kynningar frá hjóla/göngustígagerð Grindvíkinga, skráningar vástaða í gegnum BikeMaps af höfuðborgarsvæðinu og sitthvað fleira.

Fyrir ráðstefnuna bjóða Hjólafærni og LHM uppá rólega hjólaferð um Höfuðborgarsvæðið fimmtudaginn 21. sept kl. 18 frá Farfuglaheimilinu í Laugardal. Þá mun Árni Davíðsson leiða okkur um áhugaverða staði í þeirri öru þróun sem hefur átt sér stað í reiðhjólamiðuðum lausnum í umferðinni. 

Dagskrá ráðstefnunnar má lesa hér og skráning á ráðstefnuna er hér en einnig má velja þetta í valmynd ráðstefnunnar sem er til hægri í tölvum en fyrir neðan í snjallsímum.

Hvar: Bæjarbíói, Hafnarfirði + hjólað frá Suðurveri kl. 9

Hvenær: 22. september 2017, klukkan 10 (í Hafnarfirði) til 16

Skráning: Smella hérna

Tengiliður: Sesselja Traustadóttir, s. 864 2776 eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Útsending á netinu:
Ráðstefnan verður að mestu einnig send út á Netinu á slóðinni hér að neðan:
https://global.gotomeeting.com/join/403155837

Þeir sem ekki hafa áður fylgst með útsendingu í gegnum Gotomeeting-fjarfundabúnað geta undirbúið sig með því að fara inn á slóðina hér að neðan.
https://care.citrixonline.com/g2m/getready og eru þá fljótari að tengjast þegar ráðstefnan sjálf hefst.