Sjá hér í skipulagsgátt og hér.
1. júlí 2025
Landssamtök hjólreiðamanna (LHM) lýsa ánægju sinni með þau sjónarmið og áherslur sem koma fram í skipulagslýsingu vegna nýs deiliskipulags Heiðmerkur, frá maí 2025.
Fjölmargir hjólreiðamenn nýta svæðið, fyrst og fremst til útivistar, og koma flestir hjólandi inn á það, eða leggja bifreiðum í jaðri svæðisins, en yfirferð hjólreiðamanna getur verið nokkuð mikil í ljósi skilvirkni hjólsins sem farartækis.
LHM er kunnugt um hugmyndir Orkuveitu Reykjavíkur til að tryggja vatnsvernd og telja þær, í núverandi mynd, ganga full langt gagnvart útivist á svæðinu.
LHM sýna því sjónarmiði vissulega skilning að draga úr óþarfi bílaumferð og gegnumakstri, en að leitast sé við að möguleiki útivistahópa til hreyfingar og náttúruupplifunar skerðist sem minnst. Þá vilja LHM að hefðbundnar leiðir hjólreiðamanna verð ekki skertar, nema algjör nauðsyn krefji, og að nýjar og ekki síður áhugaverðar leiðir komi þá í staðinn.
Það er því mat LHM að skipulagslýsingin styðji við og styrki þau sjónarmið sem LHM hafa varðandi nýtingu Heiðmerkur til útivistar.
Fyrir hönd Landssamtaka hjólreiðamanna,
Haukur Eggertsson